Sælingsdalslaug lokuð á laugardaginn

Dalabyggð Fréttir

Samkvæmt opnunarplani ætti Sælingsdalslaug að vera opin laugardaginn 10.október n.k. en vegna mikillar fjölgunar innanlandssmita hefur verið tekin ákvörðun um að hafa ekki opið.

Þá gera hertar aðgerðir ráð fyrir því að hámarks gestafjöldi miði við helming þeirra sem venjulega geta verið í búningsklefa hverju sinni (börn fædd 2005 og síðar eru ekki talin þar með) og verður sú regla viðhöfð í Sælingsdalslaug þar til annað verður ákveðið.

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei