Sælingsdalslaug – reglur um fjölda

Dalabyggð Fréttir

Frá og með 31. júlí gildir eftirfarandi um sundlaugina að Laugum þar til annað er tilkynnt:
Gestir mega að hámarki vera 19 í karlaklefa og 19 í kvennaklefa, börn fædd 2015 og síðar eru ekki talin með í gestafjölda.
Tveggja metra nálægðatakmörk eru í gildi í öllum rýmum.
Jafnframt er óskað eftir því við gesti að virða það að dvelja ekki lengur en eina til eina og hálfa klukkustund í hverri heimsókn.
Umsjónarmanni er heimilt að loka sundstað ef hámarksfjölda er náð þar til fjöldi minnkar aftur eða ef tveggja metra fjarlægðarreglan er ekki tryggð.
Upplýsingaskilti munu verða sýnileg í og við sundlaug ásamt því að sótthreinsispritt er aðgengilegt á nokkrum stöðum.

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei