Sælingsdalslaug sundlaugarverðir – sumarstarf/helgarstarf

Dalabyggð Fréttir

Dalabyggð auglýsir störf sundlaugarvarða við Sælingsdalslaug í sumar, þá vantar sérstaklega aðila sem geta unnið um helgar.

Um vaktavinnu er að ræða og umsækjendur skulu hafa náð 18 ára aldri.
Ekki er um fullt starf að ræða nema hluta af sumrinu. Opnunartími laugarinnar verður lengri í júlí, en í júní og ágúst.

Helstu verkefni eru öryggisgæsla, þjónusta við gesti staðarins, gæsla í búningsklefum, þrif á húsnæði og útisvæði og afgreiðsla.
Sundlaugaverðir hafa einnig umsjón með tjaldsvæðinu á Laugum.

Haldið verður námskeið fyrir sundlaugarverði áður en þeir hefja störf.
Gerðar eru kröfur um góða færni í samskiptum, þjónustulund og jákvæðni. Að umsækjendur hafi góða sundkunnáttu og standist hæfnispróf sundstaða samkvæmt reglum um öryggi á sundstöðum. Reynsla af störfum við vörslu sundlauga er kostur.

Fyrirspurnir og umsóknir sendistá netfangið dalir@dalir.is ekki síðar en föstudaginn 3. júní nk.

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei