Hjúkrunar- og dvalarheimilið Silfurtún leitar að fólki í bakvarðarsveit heimilisins. Það er liður í viðbúnaði vegna COVID-19 ef skyldi koma upp smit á svæðinu og starfsfólk og/eða íbúar þurfa að fara í sóttkví eða einangrun.
Ef til þessa kemur er mikilvægt að hafa gott bakland og verkefnin verða næg og fjölbreytt. Ekki er nauðsynlegt að hafa unnið við eða vera með menntun tengda umönnun.
Til að skrá sig í bakvarðarsveitina skal sendur tölvupóstur á netfangið silfurtun@dalir.is.