Þar sem staðfest hafa verið COVID-19 smit í Dalabyggð og talsvert af fólki komið í eða þurfa mögulega að fara í sóttkví eða einangrun, óskar hjúkrunar- og dvalarheimilið Silfurtún eftir fólki bakvarðasveit heimilisins.
Bakvarðasveit er listi yfir aðila sem hægt er að hafa samband við ef á þarf að halda til að manna vaktir, ef starfsfólk og/eða íbúar þurfa að fara í sóttkví eða einangrun.
Verkefnin verða bæði næg og fjölbreytt, þannig að ekki er nauðsynlegt að hafa unnið við eða vera með menntun í umönnun.
Skráningu í bakvarðasveit er hægt að skila á silfurtun@dalir.is
Frekari upplýsingar er hægt að fá hjá Haflínu, hjúkrunarforstjóra Silfurtúns í síma 430-4770 eða með tölvupósti á netfangið silfurtun@dalir.is