Skipulags- og byggingarmál

Dalabyggð Fréttir

eyðublöð varðandi byggingarmál hafa verið tekin í notkun fyrir Árneshrepp, Dalabyggð og Reykhólasveit.
Samhliða því hafa allar síður á vef Dalabyggðar er varða skipulags- og byggingarmál verið uppfærðar og þjóna nú öllum ofangreindum sveitarfélögum. Gjaldskrár, aðal- og deiliskipulög hvers sveitarfélags eru þó undanskilin.
Eyðublöðin eru á útfyllanlegu PDF formi. Eftir útfyllingu eru þau prentuð út, undirrituð og send til byggingarfulltrúa. Um er að ræða nokkurn fjölda eyðublaða er tengjast þessum málaflokki og öll sérmerkt hverju sveitarfélagi fyrir sig.
Vitað er um nokkra ágalla á þessum eyðublöðum og ekki síst í leiðbeiningum. Eftir allnokkra bið eftir leiðréttingum hjá þjónustuaðila eru þeir þó ekki taldir stórvægilegir, miðað við það hagræði sem fæst af rafrænum eyðublöðum.
Röng staðsetning kommu gerir það t.d. að verkum að póstnúmer verður að götunúmeri. Þannig er Árneshreppur til húsa við Norðurfjörð 524. Samkvæmt texta leiðbeininga þá eru þessi sveitarfélög borgir og byggingafulltrúi starfar samkvæmt samþykktum borgarstjórnar. Þar til þessar villur verða leiðréttar er ekki annað að gera en njóta borgarlífsins í þessum þremur nýju stórborgum landsins; Árnesborg, Dalaborg og Reykhólaborg.
Allar ábendingar og fyrirspurnir eru vel þegnar og skal komið á framfæri við Boga Kristinsson byggingarfulltrúa.

Skipulags- og byggingarmál í

Árneshreppi

Dalabyggð

&

Reykhólasveit

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei