Skólaakstur

Dalabyggð Fréttir

Auglýst er eftir aðila til að taka að sér skólaakstur frá Sælingsdal að Auðarskóla skólaárin 2011-2012 og 2012-2013.
Gert er ráð fyrir að farþegar verði 4 þar af eitt leikskólabarn. Ekin vegalengd frá Sælingsdal að skóla er um 27 km. Gera má ráð fyrir að greitt verði fyrir um 18.000 km á hvoru skólaári. Greiðslur verða samkvæmt taxta Dalabyggðar.
Um skólaakstur gilda reglur Dalabyggðar og Reglur um skólaakstur í grunnskóla nr. 656/2009 með síðari breytingum.
Áhugasamir sendi skriflega umsókn til sveitarstjóra í síðasta lagi 1. júlí nk. Í umsókninni komi fram upplýsingar um ökuréttindi bílstjóra og tegund og árgerð bifreiðar sem fyrirhugað er að nota við aksturinn.
Dalabyggð, Miðbraut 11, 370 Búðardalur.
Sími: 430 4700
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei