Skráning lambhrúta

Dalabyggð Fréttir

Búið er að opna fyrir skráningu lambhrúta hér á vefnum. Þeir sem ekki sjá sér fært að skrá rafrænt skulu hafa samband við Jón Egil í síma 434 1676.
Reglur er óbreyttar frá fyrri árum. Síðasti skráningardagur er fimmtudagurinn 20. október fram að miðnætti. Yfirlit um skráða hrúta verður birt hér á vefnum á föstudaginn.
Fyrri sýningin í Dalahólfi nyrðra verður föstudaginn 21. október kl. 14 að Klifmýri á Skarðsströnd. Farinn er vegur 590, Klofningsvegur. Styttri leiðin að sunnan er að fara um Saurbæ og beygja hjá Skriðulandi. Einnig er hægt að fara um Fellsströnd og Klofning og þá er beygt milli Ásgarðs og Leysingjastaða inn á Klofningsveg.
Síðari sýningin í Dalahólfi syðra verður laugardaginn 22. október kl. 10 að Hömrum í Haukadal. Farinn er vegur 586, Haukadalsvegur, við Haukadalsá. Þegar komið er framhjá Leikskálum er beygt til hægri, farið yfir ána og fyrsti bær á vinstri hönd eru Hamrar.
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei