Söfnun á rúlluplast 2013

Dalabyggð Fréttir

Áætlað er að safna rúlluplasti á lögbýlum í Dalabyggð dagana 21.-22. janúar, 29.-30. apríl, 22.-23. júlí og 25.-26. nóvember 2013.
Vakin er athygli á að söfnun á rúlluplasti er nú í nóvember, en ekki október.

Söfnunin er lögbýliseigendum að kostnaðarlausu, en sækja þarf um það til sveitarfélagsins fyrir 20. janúar 2013. Þeir sem þegar eru skráðir þurfa ekki að skrá sig aftur nema þeir vilji gera breytingar á fyrri skráningum. Skráning er rafræn á heimasíðu Dalabyggðar.

Plastið skal haft á aðgengilegum stað og snyrtilega frágengið fyrir sorpverktaka. Baggabönd og net skal setja sér í glæra plastpoka.
Óheimilt er að setja rúlluplast í sorpgáma á grenndarstöðvum sveitarfélagsins. Opin brennsla úrgangs er óheimil þ.m.t. rúlluplasts skv. lögum nr. 55/2003, um meðhöndlun úrgangs og reglugerð nr. 737/2003.