Sögustund um Laugaskóla

Dalabyggð Fréttir

Þann 7. desember 1944 var Laugaskóli fyrst settur í Sælingsdalslaug. Í tilefni dagsins verður sögustundin tileinkuð Laugaskóla. Þar gefst öllum kostur að segja sína sögu frá dvöl sinni, hvort sem það eru gamlir nemendur eða starfsmenn.
Og eitthvað af munum, ljósmyndum og skjölum tengdum Laugaskóla verða dregin fram til sýnis þennan dag.

Allir eru velkomnir hvort sem þeir voru á Laugum eða ekki. Aðgangseyrir er 500 kr fyrir fullorðna.

Þeir sem hafa áhuga á að fara í sund samhliða sögustund hafi samband við Gunnar Má með góðum fyrirvara á netfangið gunnarmar@umfi.is eða síma 777 0295 / 434 1465.

Byggðasafn Dalamanna

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei