Spurningin 2010

Dalabyggð Fréttir

Samkvæmt óvísindalegum könnunum hér á Dalavefnum 2010 þá byrjuðu flestir Dalamenn árið á þorrablóti, þá tóku við fermingarveislurnar og síðan sauðburður í maí.
Flestir áttu gott sumar, keyrandi fyrir Strandir og á hátíðum borðandi kjaftæði frá Erpsstöðum. Fyrsta vetrardag var stefnan tekin á haustfagnað FSD.
Tók þá við biðin eftir jólasveinunum og þá sérstaklega Kertasníki sem flestum finnst sá skemmtilegasti.
Þetta og ýmislegt fleira má lesa úr svörum á spurningum Dalavefsins árið 2010. Og síðan er það hvers og eins að túlka á hvern þann veg sem hentar hverju sinni.
Tillögum um spurningar má koma til vefstjóra á netfangið safnamal@dalir.is
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei