Starfsmaður í félagslega heimaþjónustu

Dalabyggð Fréttir

Dalabyggð óskar eftir að ráða starfsmann í félagslega heimaþjónustu fyrir tvö heimili hálfsmánaðarlega.
Um er að ræða starf sem snýr að almennum heimilisþrifum samkvæmt þjónustusamningi sem gerður hefur verið við notendur á heimilum þeirra. Mikilvægt er að viðkomandi starfsmaður hafi áhuga og ánægju af mannlegum samskiptum. Æskilegt væri að viðkomandi hafi reynslu af því að starfa með fólki.
Hæfniskröfur eru lipurð í mannlegum samskiptum, vandvirkni og sjálfstæði í starfi, bílpróf, íslenskukunnátta og hreint sakarvottorð. Laun eru greidd samkvæmt kjarasamningi launanefndar sveitarfélaga og Starfsmannafélags Dala- og Snæfellsnessýslu.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Ragnheiður Pálsdóttir deildarstjóri heimaþjónustu í síma 849 2725 eða í tölvupósti á netfangið heima.tjonusta@gmail.com. Umsóknum skal skila á skrifstofu Dalabyggðar á umsóknarblöðum sem þar fást. Eyðublöð eru einnig aðgengileg á vef Dalabyggðar.
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei