Styrkir til félaga og félagasamtaka til greiðslu faseignagjalda

Dalabyggð Fréttir

Sveitarstjórn Dalabyggðar samþykkti á fundi sínum 15. febrúar s.l. nýjar reglur varðandi styrki til félaga og félagasamtaka til greiðslu fasteignagjalda. Reglur þessar gilda frá 1. janúar 2011.
Samkvæmt reglum þessum er sveitarstjórn Dalabyggðar heimilt að veita styrki til greiðslu fasteignagjalda af fasteignum þar sem er starfsemi á sviði menningar, íþrótta, æskulýðs, tómstunda eða mannúðarstarfa í almannaþágu.
Um þennan styrk er hægt að sækja á sérstökum eyðublöðum, sem liggja frammi á skrifstofu Dalabyggðar og á vefnum. Með umsókn um styrki skal fylgja ársreikningur sl. rekstrarárs, lög félagsins þar sem fram koma markmið þess og stutt greinargerð um starfsemina.
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei