Sumaropnanir

Dalabyggð Fréttir

Frá 1. júní verða nokkrar breytingar á opnunartímum nokkurra stofnana Dalabyggðar.

Héraðsbókasafn Dalasýslu

Héraðsbókasafnið verður opið á þriðjudögum kl. 14-18 frá 1. júní til 31. ágúst.

 

Upplýsingamiðstöð ferðamanna

Upplýsingamiðstöð ferðamanna og sýningar í Leifsbúð verður opnar daglega kl. 10-18 frá og með 1. júní. Einnig er upplýsingar um ferðaþjónustu í Dölum að finna á visitDalir.is.

Eiríksstaðir í Haukadal

Á Eiríksstöðum verður opið kl. 9-18 alla daga vikunnar frá 1. júní til 31. ágúst. Einnig er opið fyrir hópa á öðrum tímum eftir samkomulagi við staðarhaldara.

Byggðasafn Dalamanna

Byggðasafn Dalamanna á Laugum í Sælingsdal verður opið alla daga vikunnar frá 1. júní til 31. ágúst kl. 13-18 og utan þess tíma eftir samkomulagi við safnvörð.

Sælingsdalslaug

Opnunartíma Sælingsdalslaugar má finna efst í flýtileiðum á forsíðu dalir.is, heimasíðu Ungmennabúðanna og hér á PDF skjali.
Aðrar breytingar á opnunartímum í sumar verða auglýstar síðar.
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei