Sundlaugarverðir

Dalabyggð Fréttir

Sundlaugarverði vantar í Sælingsdalslaug næsta vetur og hugsanlega aukavaktir í sumar.
Hæfniskröfur sundvarða eru sundpróf, skyndihjálparnámskeið og námskeiðið „Björgun úr laug“. Sundlaugarverðir þurfa auk þess að vera 18 ára eða eldri.
Skyndihjálparnámskeið og námskeiðið „Björgun úr laug verða haldin 23. og 24. maí. Námskeiðið er frítt fyrir þá sem koma til með að vilja taka vaktir í sundlauginni.
Áhugasamir geta haft samband við Önnu Möggu í síma 861 2660 eða netfangið laugar@umfi.is.
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei