Sviðaveisla FSD

Dalabyggð Fréttir

Sviðaveisla, hagyrðingar, skemmtun og dansleikur verður í íþróttahúsinu á Laugum í Sælingsdal föstudagskvöldið 25. október kl. 19:30 og er hluti af haustfagnaði FSD.
Í boði verða köld, söltuð og reykt svið, sviðalappir og fleira tilheyrandi.
Hagyrðingar kvöldsins verða Kristján Ragnarsson Reykjavíkingur, Jóhannes Haukur Hauksson Dalamaður, Ásmundur Óskar Einarsson Húnvetningur, Helgi Björnsson Borgfirðingur og Helgi Zimsen Reykvíkingur.
Stjórnandi verður Gísli Einarsson og einnig mætir Jóhannes Kristjánsson eftirherma.
Um dansleikinn sjá Vestfirðingarnir Þórunn og Halli. 16 ára aldurstakmark er á dansleikinn.
Miðapantanir á sviðaveisluna eru hjá Berglindi í síma 434 1660 / 846 6012 til og með mánudeginum 21. október. Aðgangseyrir er 5.000 kr. Forsala á sviðaveislu verður í gamla bakaríinu fimmtudaginn 24. október frá kl 15-17.

Haustfagnaður FSD

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei