Tímabundin störf fyrir námsmenn og atvinnuleitendur

Dalabyggð Fréttir

Vinnumálastofnun hefur samþykkt umsókn Dalabyggðar um tímabundin störf fyrir námsmenn. Um er að ræða tvö störf í tvo til þrjá mánuði á tímabilinu júní til ágúst nk.

Verkefnin geta verið af ýmsum toga eftir áhugasviði umsækjenda svo sem umhverfisverkefni, aðstoð hjá byggingarfulltrúa eða verkefni tengd menningar- og ferðamálum.
Skilyrði fyrir ráðningu er að viðkomandi námsmaður sé milli anna í námi, þ.e. sé að koma úr námi og leggi fram skráningarstaðfestingu fyrir haustönn.
Nánari upplýsingar gefur Sveinn Pálsson sveitarstjóri.
Umsóknareyðublöð eru á www.dalir.is og á skrifstofu Dalabyggðar.
Umsóknarfrestur er til 17. maí 2012.

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei