Umsóknarfrestur um laus störf

Dalabyggð Fréttir

Umsóknarfrestur í vinnuskólann, flokkstjóra vinnuskólans og um tvö tímabundin störf fyrir námsmenn eða atvinnuleitendur hefur verið framlengdur til 31. maí.
Umsóknarfrestur um störf grunn- og leikskólakennara hjá Auðarskóla rennur út 26. maí.
Umsóknarfrestur um starf deildarstjóra á leikskóla Auðarskóla og hjúkrunarforstjóra á Silfurtúni rennur út 31. maí.
Umsóknareyðublöð eru á heimasíðu Dalabyggðar
(www.dalir.is) og einnig á skrifstofu Dalabyggðar.
Í flipa hér að ofan lengst til hægri eru auglýst laus störf í Dölum og nágrenni. Öllum þeim sem hafa í boði lögleg störf geta fengið þar atvinnuauglýsingar birtar. Skilyrði er að störfin séu innan þess svæðis að íbúar Dalabyggðar geti sótt þau.
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei