Umsóknir um húsaleigubætur fyrir árið 2011

Dalabyggð Fréttir

Vakin er athygli á að samkvæmt 10. gr. laga nr. 138/1994 um húsaleigubætur skal sækja um húsaleigubætur fyrir hvert almanaksár og gildir umsókn til áramóta. Allir bótaþegar þurfa því að endurnýja umsóknir sínar og fylgigögn í byrjun hvers árs.
Einnig er vakin athygli á að bótaþegi skal tilkynna þegar í stað um hverjar þær breytingar á högum sínum og heimilisaðstæðum og öðrum þeim atriðum sem áhrif geta haft á rétt hans til húsaleigubóta og á bótafjárhæð. Námsmenn þurfa þannig í mörgum tilfellum einnig að endurnýja umsóknir sínar að hausti og framvísa vottorði um námsvist og nýjum húsaleigusamningi.
Umsókn um húsaleigubætur skal hafa borist skrifstofu sveitarfélagsins eigi síðar en 16. dag fyrsta greiðslumánaðar. Berist umsókn síðar verða húsaleigubætur ekki greiddar vegna þess mánaðar.
Umsóknareyðublöð og upplýsingabæklingur vegna húsaleigubóta liggja frammi á skrifstofu Dalabyggðar og á vef Velferðarráðuneytisins þar sem einnig má finna reiknivél fyrir húsaleigubætur. Slóðin á vef ráðuneytisins er:
Sveitarstjóri
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei