Ungmenna- og tómstundabúðirnar 10 ára

Dalabyggð Fréttir

Haldið verður uppá 10 ára afmæli Ungmenna- og tómstundabúða UMFÍ laugardaginn 17. janúar með dagskrá kl. 13-15:30 á Laugum í Sælingsdal.
Leikir og þrautir innan dyra og utan kl. 13-15, leiðsögn um skólann kl. 14 og veislukaffi kl. 15:30.
Eftir dagskrána verður Sælingsdalslaug opin og sögustund á Byggðasafni Dalamanna. Frítt verður í sund, en 500 kr á sögustund fyrir fullorðna og frítt fyrir börn.
Allir eru velkomnir að Laugum á laugardaginn, hvort sem er að njóta dagskrár, útvistar, sunds eða sögustundar.

Ungmenna- og tómstundabúðir UMFÍ

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei