Verðlaun veitt fyrir jólaskreytingar

Á þorrablóti Laxdæla laugardaginn 20. janúar 2007 voru veitt verðlaun fyrir bestu jólaskreytingarnar í Dalabyggð. Annars vegar voru þau veitt fyrir hús í Búðardal og hins vegar fyrir sveitabæi. Eftirfarandi tilnefningar lágu fyrir:
Í flokki húsa í Búðardal voru tilnefnd:
Lækjarhvammur 9 – Jón og Konný
Bakkahvammur 4 – Binni og Fanney
Gunnarsbraut 7 – Viðar og Fanney
Miðbraut 2 – Þórður og Ingibjörg
Hárhús Hönnu
Í flokki sveitabæja voru tilnefndir:
Skerðingsstaðir – Jón Egill og Bjargey
Hvoll – Bogi og Harpa
Harrastaðir – Tobbi og Ragga
Ás – Jóhann og Jarþrúður
Miðskógur – Guðbjörn – Bjarney
Í flokki sveitabæja hlaut Ás verðlaunin. Þar búa hjónin Jóhann Sæmundsson og Jarþrúður Kristjánsdóttir og greinilegt er að þar hefur verið lögð mikil vinna í skreytingar sem gleðja augu vegfarenda í mesta skammdeginu. Sæmundur Jóhannsson veitti verðlaununum viðtöku fyrir hönd foreldra sinna.
Í flokki húsa í Búðardal fékk Ægisbraut 17 verðlaunin en þar búa hjónin Gísli Baldursson og Hugrún Thorlacius. Hafa þau um árabil glatt augu Dalamanna með miklum og fallegum jólaskreytingum.
Er það von Dalamanna að veiting þessara verðlauna verði til að hvetja sem flesta til að setja upp jólaskreytingar utandyra sem óneitanlega lýsir upp myrkasta skammdegið og sem vekur hrifningu bæði þátttakenda og áhorfenda.
Húsasmiðjan gaf vegleg verðlaun til framangreindra vinningshafa og ber að þakka það. Ennfremur þakkar sveitarstjórn öllum þeim sem hjálpað hafa til við að skreyta um alla Dalabyggð.
Finnbjörn Gíslason.
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei