Viðmiðunarreglur um snjómokstur

Dalabyggð Fréttir

Á fundi sveitarstjórnar Dalabyggðar 17. febrúar voru samþykktar nýjar viðmiðunarreglur um snjómokstur í sveitarfélaginu.
Markmið með snjómokstri og hálkueyðingu er að minnka þau óþægindi sem snjór og ís veldur einstaklingum, fyrirtækjum og skólahaldi. Snjómokstri og hálkueyðingu er stjórnað af Dalabyggð og Vegagerðinni.
Utan Búðardals mokar Vegagerðin Vestfjarðaveg (60) daglega og Skógarstrandarveg (54), Heydalsveg (55) og Laxárdalsveg (59) tvisvar í viku, á mánudögum og föstudögum.
Vegagerðin, í samráði við bæjarverkstjóra/sveitarstjóra Dalabyggðar mokar helmingamokstursvegi allt að þrisvar í viku, t.d. Klofningsveg, Haukadalsveg o.fl.
Ef þörf er á eru heimreiðar að bæjum þar sem er föst búseta mokaðar án endurgjalds að hámarki tvisvar á almanaksárinu. Að öðru leyti eru heimreiðar að bæjum mokaðar gegn greiðslu sem nemur 1 klst. (maður+vél+ skattur.
Í Búðardal sér Vegagerðin um mokstur Vesturbrautar (Vestfjarðavegar) en Dalabyggð sér um annan snjómokstur gatna í Búðardal og aðkomuleiða/bílastæða við Auðarskóla, slökkvistöð og stjórnsýsluhús.
Mokstur vegna öryrkja og aldraðra er aðeins framkvæmdur samkvæmt beiðni félagsþjónustunnar.
Dalabyggð greiðir ekki kostnað vegna snjómoksturs sem til hefur verið stofnað án hennar samþykkis að undanskildu, ef beiðni um mokstur kemur frá lögreglu, slökkviliði, lækni eða sjúkraflutningsmönnum vegna neyðarflutninga, skal þá strax sinna því. Ofantöldum er heimilt að kalla út tæki án samþykkis bæjarverkstjóra.

Viðmiðunarreglur Dalabyggðar um snjómokstur

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei