Bæjarhátíð

Er haldin í júlíbyrjun annað hvort ár, á sléttri tölu.

Það kannast eflaust flestir við texta Þorsteins Eggertssonar; „Er ég kem heim í Búðardal, bíður mín brúðarval. Og ég veit það verður svaka partý…“

Á bæjarhátíðinni „Heim í Búðardal“ er kannski minna um brúðarval sem bíður í röðum en með sanni má segja að það sé svaka partý og veislunni margt í.

Hátíðin er vel sótt af heimamönnum og gestum þeirra, þar á meðal brottfluttum Dalamönnum. Áherslan er lögð á fjölskylduvæna og heimatilbúna dagskrá og viðburði.

Bærinn er skreyttur hátt og lágt. Íbúar og fyrirtæki hafa opið fyrir gesti og gangandi, sem dæmi var vel tekið í kjötsúpurölt á hátíðinni 2018. Dalamenn skemmta sér í froðurennibraut, kassabílarallý og ratleik svo eitthvað sé nefnt.

Heim í Búðardal 2018

Föstudagurinn 13.júlí

Kl. 17–19. Metamót UDN í tilefni aldarafmælis á íþróttavellinum í Búðardal
Kl. 18–20. Kjötsúpurölt um Búðardal í Bakkahvammi 4, Brekkuhvammi 8 og Lækjarhvammi 4
Kl. 21–23. Opið hús í Sæfrosti

Laugardagurinn 14. júlí

Miðbraut verður lokuð frá Gunnarsbraut að stjórnsýsluhúsi.
Kl. 10. Froðurennibraut í brekkunni við MS. Hægt að fara í sturtu í Dalabúð að því loknu.
Kl. 10–14. Bílskúrssala Jóhönnu Leopoldsdóttur við Vesturbraut 20 c
Kl. 11–13. Dögurður í Dalabúð. Ókeypis fyrir alla fjölskylduna meðan birgðir endast
Kl. 12. Umhverfisviðurkenningar veittar og úrslit í ljósmyndasamkeppni tilkynnt í Dalabúð.
Kl. 13–14. Söngvastund með leikhópnum Lottu við Dalabúð.
Kl. 13–15. Lazertag fyrir 12 ára og eldri í nágrenni Dalabúðar, aðgangur 1.000 krónur
Kl. 14–17. Veltibíll  verður á planinu við Arion og Póstinn
Kl. 14–15. Dalahestar bjóða börnum á bak á flötinni við Dalabúð
Kl. 14–16. Vestfjarðavíkingurinn við Dalabúð og Auðarskóla
Kl. 16–17. Kassabílarallý við KM
Kl. 16. Sýning Steinu Matt og Ídu Maríu Önnudóttur opnar í Stúdíói Steinu
Kl. 17. Grillhlaðborð í Dalakoti ef veður leyfir
Kl. 23. Ball með Stjórninni í Dalabúð, aðgangur 3.500 krónur.

Sunnudagur 15. júlí

Kl. 11. Ratleikur í Búðardal, skátafélagið Stígandi skipuleggur, hist við Dalabúð.
13–16. Sýning Steinu Matt og Ídu Maríu Önnudóttur opna í Stúdíói Steinu.
Kl. 15–17. Vínlandssetur–landafundir, hljóðleiðsögn–í tilefni fullveldis Íslands í Árbliki.
Kl. 17–19. Göngudagur Æskunnar, hist við Gafarlaug, pylsur í boði í lok göngu
Opið verður alla helgina á Erpsstöðum á hefðbundnum opnunartíma og frítt inn í tilefni hátíðarinnar.
Úrval mynda úr ljósmyndasamkeppninni verða til sýnis við Miðbrautina hjá leikskólanum.
Heimamenn leggja mikinn metnað í skreytingar á hátíðinni.

Heimamenn leggja mikinn metnað í skreytingar á hátíðinni.

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei