Haustfagnaður FSD

DalabyggðFréttir

Ár hvert að hausti stendur Félag sauðfjárbænda í Dalasýslu fyrir haustfagnaði þar sem dagskráin samanstendur af heimsóknum á sauðfjárbú, ýmiskonar verðlaunaafhendingum fyrir sauðfjárrækt og almennri gleði.

Hérna er verið að stilla upp fyrir Sviðaveislu í Dalabúð en veislan er fyrir löngu orðin landsfræg.

Hérna er verið að stilla upp fyrir Sviðaveislu í Dalabúð en veislan er fyrir löngu orðin landsfræg.

Haustfagnaður Félags sauðfjárbænda í Dalasýslu árið 2019.

Bestu 5 vetra ærnar 2019 verðlaunaðar.

1. sæti var ærin 14-413 frá Háafelli með einkunnina 114,7.
2. sæti var ærin 14-855 frá Klifmýri með einkunnina 112,7.
3. sæti var ærin 14-521 frá Geirmundarstöðum með einkunnina 112,5.
4. sæti var ærin Dallilja 14-452 frá Ytri-Fagradal með einkunnina 112,3.
5. sæti var ærin Skessa 14-421 frá Ytri-Fagradal með einkunnina 111,8.

Verðlaunahafar bestu gimbra Dalasýslu 2019.

1. sæti lamb númer 282 frá Harrastöðum.
2. sæti lamb númer 47 frá Vatni.
3. sæti lamb númer 430 frá Hlíð.
4. sæti lamb númer 395 frá Magnússkógum 2.
5. sæti lamb númer 251 frá Vatni.

 

 

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei