Til bakaPrenta
Umhverfis- og skipulagsnefnd Dalabyggðar - 102

Haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal,
07.02.2020 og hófst hann kl. 13:00
Fundinn sátu: Hörður Hjartarson formaður,
Ragnheiður Pálsdóttir varaformaður,
Vilhjálmur Arnórsson aðalmaður,
Jón Egill Jónsson aðalmaður,
Anna Berglind Halldórsdóttir varamaður,
Þórður Már Sigfússon Skipulagsfulltrúi,
Grettir Örn Ásmundsson byggingarfulltrúi,
Fundargerð ritaði: Þórður Már Sigfússon, Skipulagsfulltrúi


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 1904034 - Sorphreinsun - útboð 2020 - 2022
Fyrirkomulag sorphirðu í Dalabyggð vegna fyrirhugaðs útboðs í vor.
Kristján Ingi Arnarsson, Kristján Sturluson og Viðar Þór Ólafsson kynntu afrakstur skoðunarferðar til nágrannasveitarfélaga varðandi fyrirkomulag sorphirðu og fyrirhugað útboð.
Kristján Sturluson, Kristján Ingi Arnarsson og Viðar Þór Ólafsson sátu fundinn undir þessum lið.
2. 1908002 - Heinaberg á Skarðströnd - umsókn um byggingaráform
Umsókn um skráningu nýrra landeigna í fasteignaskrá
Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir stofnun lóðar og felur byggingarfulltrúa að annast málið.

Samþykkt samhljóða.
3. 2001033 - Umsókn um lögbýli á Selárdal
Umsókn um að Selárdalur 137957, verði skráð lögbýli
Samkvæmt 2. gr. jarðalaga merkir Lögbýli sérhver jörð sem hefur þann húsakost og það landrými eða aðstöðu að unnt sé að stunda þar landbúnað eða aðra atvinnustarfsemi og var skráð í jarðaskrá 1. desember 2003. Lögbýli teljast enn fremur jarðir sem hljóta síðar viðurkenningu sem ný lögbýli, sbr. 16.?22. gr. Ennfremur segir í 17. gr. jarðalaga er varðar umsókn um stofnun nýs lögbýlis að henni skulu fylgja gögn er sýni að umsækjandi hafi með þinglýstum kaupsamningi/afsali eða samningi um ábúð/leigi til a.m.k. 20 ára tryggt sér umráðarétt yfir landi og annarri búrekstrarstöðu og þinglýsingarvottorð. Með vísan í áðurnefndar greinar jarðalaga og þeirrar staðreyndar að engin mannvirki eru á jörðinni leggur nefndin til við sveitarstjórn að erindinu verði hafnað.

Samþykkt samhljóða.
4. 1910024 - Skógrækt á jörðinni Hóli - umsókn
Fyrir fundinum lá bréf til sveitarstjórnar frá Jakobi K. Kristjánssyni um frestun á framkvæmdarleyfi fyrir skógrækt á Hóli. Umhverfis- og skipulagsnefnd bendir sveitarstjórn á að við afgreiðslu skógræktarumsóknar á Hóli var farið eftir markaðri stefnu svæðisskipulagsins sem tók gildi 2018 og markmiði landsskipulagsstefnu varðandi flokkun á landbúnaðarlandi. Þá bendir nefndin á að hafin er vinna við endurskoðun Aðalskipulags Dalabyggðar og málefni sem varðar flokkun lands verður flýtt.

Samþykkt samhljóða.
5. 2002001 - Áskorun, varðandi umsóknir um framkvæmdaleyfi til skógræktar á lögbýlum
Nefndin þakkar Félagi sauðfjárbænda í Dalasýslu fyrir bréfið.

Samþykkt samhljóða.
Anna Berglind og Ragnheiður viku af fundi undir dagskrárlið 5.
6. 1804023 - Gildubrekkur í Hörðudal - deiliskipulag
Þörf er á að endurauglýsa nýtt deiliskipulag fyrir Gildubrekkur.
Lagður fram uppdráttur og greinargerð að nýju deiliskipulagi að Gildubrekkum í Hörðudal.

Nefndin samþykkir að endurauglýsa tillögu að nýju deiliskipulagi Gildubrekkna ásamt breytingum skv. mgr. 41. gr. skipulagslaga 123/2010.

Samþykkt samhljóða.
7. 1909005 - Umsókn um breytingu á notkun sumarhúss í íbúðarhús.
Grenndarkynning á breytingunni hefur farið fram.
Nefndin leggur til við sveitarstjórn að erindið verði samþykkt. Grenndarkynning vegna breyttrar notkunar hússins hefur farið fram fyrir hagsmunaaðila og voru engar athugasemdir gerðar við breytinguna.

Samþykkt samhljóða.
8. 2002003 - Umsókn um stöðuleyfi fyrir gám á tjaldsvæðinu í Búðardal
Dalahestar ehf. sækja um stöðuleyfi fyrir 20 feta gám á tjaldsvæðinu í Búðardal. Um er að ræða eldhúss- og kaffiaðstöðu.
Nefndin leggur til við sveitarstjórn að umsókn um stöðuleyfi verði samþykkt. Leyfið gildi til eins árs. Byggingarfulltrúa er falið að fylgja málinu eftir.

Samþykkt samhljóða.
9. 1909004 - Reglur um skreytingar og skilti í Búðardal
Dalabyggð vinnur að mótun reglna um skilti og skreytingar í bæjarlandi Búðardals og er kynningarferli lokið.
Formlegu kynningarferli vegna draga að reglum um skilti og skreytingar í bæjarlandi Búðardals er lokið og bárust engar athugasemdir. Nefndin leggur til við sveitarstjórn að reglurnar verði samþykktar.

Samþykkt samhljóða.
10. 2001050 - Lagfæring á bátabrautinni í Hnúksnesi
Kjartan Eggertsson óskar eftir að sveitarstjórn Dalabyggðar gefi leyfi til að múrmulningur, sem undirritaður ásamt bræðrum hans lagði í bátabrautina í Hnúksnesi fái að liggja þar áfram.
Send verður fyrirspurn til Umhverfisstofnunar. Málinu frestað.

Samþykkt samhljóða.
Mál til kynningar
11. 2001023 - Endurvinnsluhlutfall heimiliúrgangs í sveitarfélaginu
Lagt fram til kynningar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 15:30 

Til bakaPrenta
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei