Til bakaPrenta
Byggðarráð Dalabyggðar - 308

Haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal,
04.05.2023 og hófst hann kl. 13:00
Fundinn sátu: Skúli Hreinn Guðbjörnsson formaður,
Einar Jón Geirsson aðalmaður,
Guðlaug Kristinsdóttir aðalmaður,
Björn Bjarki Þorsteinsson sveitarstjóri,
Fundargerð ritaði: Björn Bjarki Þorsteinsson, sveitarstjóri
Lagt til að málum nr. 235004,- Leiga á félagsheimili og 2305005 - Styrktarsjóður EBÍ 2023 verði bætt á dagskrá og verði dagskrárliðir nr. 16 og 18. Aðrir liðir í útsendri dagskrá breytist samkvæmt því.
Samþykkt.


Dagskrá: 
Almenn mál
Ingibjörg Jóhannsdóttir aðalbókari Dalabyggðar situr fundinn undir liðum 1 og 2.
1. 2208006 - Fjárhagsáætlun 2023, rekstur fyrstu 3 mánuði.
Farið yfir stöðu á rekstri Dalabyggðar og undirstofnana fyrstu 3 mánuði ársins 2023.
Ekki er um veruleg frávik að ræða frá rekstraráætlun sem unnin var fyrir árið 2023.
2. 2304022 - Fjárhagsáætlun 2023-Viðauki II
Lögð fram tillaga að Viðauka II á árinu 2023.
Eftirfarandi tillögur að breytingum eru hér gerðar frá upphaflegri áætlun sem samþykkt var í desember 2022;

Lækkun á álagningu fasteignagjalda v. breytingu á álagningarstofni 357 þús.kr.
Hækkaði framlag frá jöfnunarsjóði kr. 1,515 millj.kr. skv. gögnum frá Jöfnunarsjóði.
Hækkun á launakostnaði í Félagsþjónustu 4,555 millj.kr. - félagsþjónusta
Hækkun á launakostnaði í Félagsþjónustu 330 þús.kr. - félagsmál.
Hækkun á styrkjum í Félagsþjónustu 250 þús.kr. - félagsmál
Hækkun til Auðarskóla 480 þús.kr. vegna samnings við Miðstöð skólaþróunar við Háskólann á Akureyri.
Hækkun til Tæknideildar 300 þús.kr. vegna tölvukaupa
Hækkun til Eignasjóðs 300 þús.kr. v. viðhaldsverkefna Dalabúð
Hækkun til Fjárfestinga v. Búðardalshafnar 4,5 millj.kr.-
Hækkun til Fjárfestingar v. fráveituframkvæmda 5,0 millj.kr.
Lækkun til fjárfestingar v. Stjórnsýsluhúss 9,5 millj.kr.

Breytingar vegna Viðhaldsframkvæmda við Búðardalshöfn 4,5 millj.kr. og hækkun á fjárfestingarkostnaði v. fráveituframkvæmda í Búðardal kr. 5,0 millj.kr. Á móti kemur lækkun á framkvæmdakostnaði við Stjórnsýsluhús sem hefur verið frestað um 9,5 millj.kr., heildarniðurstaða er því óbreytt frá fyrri áætlun en sett hér fram í viðauka II til aðgreiningar og skýringa.


Áhrif á rekstrarniðurstöðu áætlunar vegna ofangreinds er lækkkun á handbæru fé um kr. 5.128.000,-
3. 2304023 - Framkvæmdir 2023
Farið yfir stöðu á framkvæmdaliðum ársins 2023.
Þorgrímur Einar Guðbjartsson formaður menningarmálanefndar Dalabyggðar og formaður vinnuhópsins og Jóhönna María Sigmundsdóttur verkefnastjóri sátu fundinn undir lið 4.
4. 2302009 - Safnamál Dalabyggðar 2023
Framlögð og kynnt greinargerð vinnuhóps um safnamál.
Byggðarráð þakkar vinnuhópnum fyrir vel unna greinargerð.

Sveitarstjóra falið að vinna minnisblað og kostnaðargreina þær tillögur sem fram koma í greinargerð vinnuhópsins í samstarfi við verkefnastjóra og forstöðumann safna í Dalabyggð.
Greinargerd_vinnuhops_safnamal_14042023.pdf
Jóhanna María Sigmundsdóttir verkefnastjóri sat fundinn undir lið 5.
5. 2301018 - Vínlandssetur 2023
Staða mála varðandi rekstur Vínlandsseturs kynnt.
6. 2301067 - Starfsmannamál
Rætt um starfsmannamál, kynnt erindi frá skólastjóra Auðarskóla.
Byggðarráð samþykkir heimild til að auglýsa starf deildarstjóra við grunnskóladeild Auðarskóla.
7. 2204013 - Íþróttamannvirki í Búðardal
Rætt um stöðu mála.
8. 2301013 - Rekstur Silfurtúns 2023
Farið yfir stöðu mála í kjölfar þess að samningi við Sjúkratryggingar Íslands og Heilbrigðisráðueytið um rekstur hjúkrunar- og dvalarrými var sagt upp fyrir skömmu.
Staða málsins kynnt.
9. 2301028 - Grassláttur og hirðing 2023
Staða mála varðandi grasslátt sumarið 2023 rædd.
Engum tilboðum var skilað í verkið, sveitarstjóra falið að kanna hvaða möguleikar eru fyrir hendi til þess að verkinu verði sinnt sumarið 2023.
10. 2304019 - Umsókn um styrk til greiðslu fasteignaskatts
Framlögð umsókn um styrk vegna greiðslu fasteignaskatts.
Sveitarstjóra falið að afgreiða málið m.t.t. gildandi reglna Dalabyggðar.
11. 2304018 - Umsókn um styrk til greiðslu fasteignaskatts
Framlögð umsókn um styrk vegna greiðslu fasteignaskatts.
Sveitarstjóra falið að afgreiða málið m.t.t. gildandi reglna Dalabyggðar.
12. 2305002 - Umsókn um styrk til greiðslu fasteignaskatts
Framlögð umsókn um styrk vegna greiðslu fasteignaskatts.
Sveitarstjóra falið að afgreiða málið m.t.t. gildandi reglna Dalabyggðar.
13. 2304025 - Áætlun um refaveiðar 2023
Rætt um áætlun um refaveiðar á árinu.
Sveitarstjóra og verkstjóra áhaldahúss falið að funda með refaveiðimönnum.
14. 2304024 - Vinnuskóli 2023
Lögð fram tillaga að launum fyrir vinnuskóla Dalabyggðar sumarið 2023.
Byggðarráð samþykkir framlagða tillögu.
Laun 2023.pdf
15. 2303022 - Sjálfboðaliðaverkefni 2023
Framlögð umsókn v/sjálfboðavinnuverkefni.
Byggðarráð samþykkir framlagða umsókn og felur sveitarstjóra að ræða við umsækjenda um fyrirkomulag greiðslu.
Jóhanna María Sigmundsdóttir verkefnastjóri sat fundinn undir lið 16.
16. 2305004 - Leiga á félagsheimili
Framlögð umsókn um afnot af félagsheimili í eigu Dalabyggðar.
Sveitarstjóra falið að ræða við umsækjendur á grundvelli gjaldskrár og ganga frá málum.
17. 2305003 - Ósk um breytingu á álagningarflokki vegna breytingar á rekstri
Framlagt erindi um ósk um breytingu á álagningarflokki vegna fasteignagjalda, úr flokki C í flokk A.
Byggðarráð samþykkir breytinguna.
Jóhanna María Sigmundsdóttir verkefnastjóri sat fundinn undir lið 18.
18. 2305005 - Styrktarsjóður EBÍ 2023
Lögð fram drög að umsókn til EBÍ vegna söguskilta í Dalabyggð
Byggðarráð samþykkir framlögð drög að umsókn til EBÍ og lýsir ánægju með verkefnið.
Mál til kynningar
19. 2304014 - Grænbókardrög um sjálfbært Ísland
Framlagt.
20. 2304012 - Aðalfundur Landskerfis bókasafna hf. 2023
Framlagt.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 15:00 

Til bakaPrenta
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei