Til bakaPrenta
Stjórn Dvalar- og hjúkrunarheimilisins Silfurtúns - 29

Haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal,
04.02.2020 og hófst hann kl. 16:00
Fundinn sátu: Ragnheiður Pálsdóttir aðalmaður,
Einar Jón Geirsson aðalmaður,
Skúli Hreinn Guðbjörnsson aðalmaður,
Kristján Sturluson embættismaður,
Ína Rúna Þorleifsdóttir faglegur hjúkrunarforstjóri.
Fundargerð ritaði: Kristján Sturluson, Sveitarstjóri
Lagt til að mál nr. 2002004 - Áskorun til stjórnar Silfurtúns og sveitarstjórnar verði tekið á dagskrá og verði dagskrárliður 5.


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2001048 - Samningur vegna reksturs og þjónustu hjúkrunarheimila árin 2020 og 2021
Samningurinn var undirritaður 8. janúar. Samningurinn kynntur.
2. 2001052 - Umsókn í Framkvæmdasjóð aldraðra fyrir árið 2020
Sótt verður um í Framkvæmdasjóð aldraðra vegna efrirfarandi:
1. Viðgerðir á þaki.
2. Hönnun breytinga.
Samþykkt samhljóða.
3. 2001053 - Rekstur Silfurtúns 2020
Ný sjúkrarúm eru komin að hluta (6 rúm) og líkar vel.
Staða varðandi mötuneyti þarf að liggja fyrir fyrir lok febrúar.
Ákveðið að kaupa vinnufatnað.
Þegar byrjað að sækja um störf í sumar.
4. 1910017 - Könnun á samstarfi Silfurtúns og Fellsenda
Greinargerð ráðgjafa lögð fram.
Stjórnin leggur til við sveitarstjórn að leitað verði eftir því að Heilbrigðisstofnun Vesturlands taki við rekstri Silfurtúns.
Samþykkt samhljóða.
Ína R. Þorleifsdóttir hjúkrunarframkvæmdastjóri vék af fundi eftir 4. dagskrárlið.
5. 2002004 - Áskorun til stjórnar Silfurtúns og sveitarstjórnar
Áskorun frá starfsfólki og íbúum Silfurtúns varðandi ráðningu hjúkrunarframkvæmdastjóra
Tveir undirskriftarlistar lagðir fram með samtals 35 undirskriftum.
Stjórn Silfurtúns þakkar fyrir en getur ekki tjáð sig um málefni sem varða einstaklinga.
Mál til kynningar
6. 2001039 - Ráðning hjúkrunarframkvæmdastjóra
Auglýsing lögð fram.
Samkomulag er við hjúkrunarframkvæmdastjóra að gegna starfinu áfram til loka mars.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:45 

Til bakaPrenta
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei