Til bakaPrenta
Byggðarráð Dalabyggðar - 301

Haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal,
25.11.2022 og hófst hann kl. 11:30
Fundinn sátu: Skúli Hreinn Guðbjörnsson formaður,
Einar Jón Geirsson aðalmaður,
Guðlaug Kristinsdóttir aðalmaður,
Björn Bjarki Þorsteinsson sveitarstjóri,
Fundargerð ritaði: Jóhanna María Sigmundsdóttir, Verkefnastjóri atvinnu- kynningar- og menningarmála
Lagt var til að bæta við á dagskrá fundarins einum lið, Fóðuriðjan Ólafsdal ehf., málsnúmer 2102018, sem verði síðasti liður á dagskrá fundarins eða nr. 18.

Samþykkt samhljóða.


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2211012 - Ósk um viðræður - lóðaframboð
Framlagt erindi frá Eykt ehf.
Lagt til að formaður byggðarráðs og sveitarstjóri taki samtal við Eykt varðandi erindið.

Samþykkt samhljóða.
Bréf til Dalabyggðar.pdf
2. 2206033 - Jafnréttisáætlun
Lagt til að fastanefndir taki drög að nýrri jafnréttisáætlun Dalabyggðar til umfjöllunar.

Samþykkt samhljóða.
Jafnrettisaaetlun Dalabyggd uppfaersla2022 DROG..pdf
3. 2211003 - Tilnefning fulltrúa í vatnasvæðanefnd
Lagt til að Guðlaug Kristinsdóttir, formaður umhverfis- og skipulagsnefndar Dalabyggðar, verði fulltrúi sveitarfélagsins í vatnasvæðanefnd og felur sveitarstjóra að óska eftir samstarfi við nágrannasveitarfélögin Strandabyggð og Reykhólahrepp um tilnefningar að öðru leiti.

Samþykkt samhljóða.
Tilnefning í Vatnasvæðanefnd.pdf
4. 2210004 - Breytingar á förgun dýrahræja 2022
Breytingar verða á urðunarstaðar í Fíflholti um áramót. Við þær breytingar tekur urðunarstaðurinn ekki lengur við dýrahræjum. Óvissa er um hvar farga eigi dýrahræjum sem safnað er í Dalabyggð.
Lagt til að sveitarstjóri óski eftir fundi með Sorpurðun Vesturlands varðandi förgun dýrahræja og kynni niðurstöðu þess samtals fyrir sveitarstjórn í desember.

Samþykkt samhljóða.
MINNISBLAÐ - dýrahræ_15112022.pdf
5. 2010008 - Frón fasteignamiðlun - innheimtubréf
Samþykkt að hafna framlagðri kröfu og leita þjónustu lögfræðings við úrlausn málsins.

Samþykkt samhljóða.
Krafa um vangoldnar greiðslur og innheimtukostnað.pdf
6. 2202026 - Framkvæmdir 2022
Framlagður tölvupóstur dags. 9.11.2022 er varðar athugasemd varðandi verðkannanir Dalabyggðar.
Byggðarráð vísar til þess að þar sem um innkaup undir innlendum viðmiðunarfjárhæðum er að ræða skv. 24. gr. laga nr. 120/2016 um opinber innkaup, þá eiga ákvæði um útboðsskyldu ekki við.
Þar sem ekki er um útboð að ræða í fyrrgreindum tilvikum þá eiga reglur laga um framkvæmd útboða ekki við.
Re: Verðkönnun: Iðjubraut og Lækjarhvammur - jarðvegsskipti.pdf
7. 2211016 - Skólavist utan lögheimilissveitarfélags
8. 2210034 - Framkvæmdir á höfn í Búðardal
Lagt til að keyptur verði krani á höfnina í Búðardal og gert ráð fyrir því í viðauka sem og fjárhagsáætlun næsta árs.
Umsjónarmanni framkvæmda og verkstjóra falið að vinna áfram að málinu með sveitarstjóra.

Samþykkt samhljóða.
Atvinnumálanefnd Dalabyggðar - 32 (7.11.2022) - Framkvæmdir á höfn í Búðardal.pdf
9. 2210011 - Fjárhagsáætlun 2022 - Viðauki VIII (8)
Lögð fram tillaga að viðauka nr. VIII (8) fyrir yfirstandandi rekstrarár.
Lækkun í heildina upp á 18.583.000 kr.- og á móti hækkun upp á 18.103.000 kr.-
Breyting á fjárfestingum eru 850.000 kr.- til lækkunar.

Viðauki VIII.c.pdf
10. 2211006 - Beitar- og ræktunarland 2023
Samþykkt að þeir sem hafa haft tilgreind svæði til umráða frá síðustu auglýsingu, þ.e. ræktunarland, fái framlengingu fram á haustmánuði 2023 og eftir það verði samningstímabil miðað við að samningum ljúki að hausti.

Samþykkt samhljóða.
MINNISBLAÐ - beitar- og ræktunarland.pdf
Bjarnheiður Jóhannsdóttir kom á fundinn sem gestur undir dagskrárlið 11.
11. 2211017 - Ósk um áframhaldandi samstarf um rekstur Eiríksstaða
Byggðarráði barst erindi vegna reksturs á Eiríksstöðum sem felst í því að rekstraraðilar óska eftir framlengingu á samningi.
Byggðarráð tekur jákvætt í erindið og felur sveitarstjóra að vinna málið áfram.

Bjarnheiður Jóhannsdóttir og Pálmi Jóhannsson komu sem gestir á fundinn undir dagskrárlið 12.
12. 2211018 - Erindi vegna reksturs Vínlandsseturs
Byggðarráði barst erindi vegna reksturs Vínlandsseturs.
Erindið er ekki birt vegna viðskiptahagsmuna en rætt var um mögulegar breytingar á rekstri setursins.
13. 2211010 - Erindi frá ADHD Samtökunum
Byggðarráð þakkar erindið en sér ekki fært á að verða við því að þessu sinni.
Dalabyggð - styrkumsókn 2022.pdf
14. 2211013 - Styrkbeiðni frá Ólafsdalsfélaginu 2023
Byggðarráð þakkar erindið en sér ekki fært á að verða við því að þessu sinni.
Dalabyggð - styrkbeiðni vegna 2023.pdf
15. 2211011 - Erindi vegna ljósabúnaðar í Dalabúð
bréf til byggðarráðs.pdf
16. 2211020 - Gjaldskrár - uppfærsla fyrir 2023
Uppfæra þarf gjaldskrár fyrir 2023.
Tillaga um álagningarhlutfall útsvars og fasteignagjalda 2023

Byggðarráð leggur til við sveitarstjórn að álagningarhlutfall útsvars 2023 verði 14,52% og álagningarhlutfall fasteignaskatts
a) 0,50% af álagningarstofni íbúðarhúsa, útihúsa og sumarbústaða ásamt lóðarleiguréttindum og jarðeigna skv. a-lið 3. gr. laga nr. 4/1995 umtekjustofna sveitarfélaga.
b) 1,32% af álagningarstofni opinbers húsnæðis, skv. b-lið 3. gr. laga nr. 4/1995.
c) 1,50% af álagningarstofni allra annarra fasteigna og lóða skv. c-lið 3. gr. laga nr. 4/1995.
Afsláttur af fasteignaskatti ellilífeyrisþega og öryrkja sbr. 4. mgr. 5. gr. laga nr. 4/1995 og reglur Dalabyggðar hækkar sem nemur breytingu á launavísitölu milli áranna 2020 og 2021 (desembervísitala) og upphæðir síðan námundaðar niður að næsta þúsundi.

Samþykkt samhljóða.


Gjaldskrár Fjósar 2023

Byggðarráð leggur til við sveitarstjórn að útihús að Fjósum verði sett í söluferli ásamt afmarkaðri lóð þar í kring.

Gjaldskrá fyrir Fjósar 2023 gildi þangað til.

Samþykkt samhljóða.


Gjaldskrá vatnsveitu 2023

Umræðu um gjaldskrá frestað þar sem byggingarvísitala liggur ekki fyrir.

Samþykkt samhljóða.


Gjaldskrá fyrir söfnun og eyðingu dýraleifa í Dalabyggð 2023

Umræðu um gjaldskrá frestað þar til búið er að eiga fund með Sorpurðun Vesturlands.

Samþykkt samhljóða.


Gjaldskrá félagsheimila 2023

Árblik verði tekið út úr gjaldskrá, tjaldsvæði við félagsheimili verði tekin út úr gjaldskrá, stór salur með eldhúsi (án litla sals) í Dalabúð verði tekið út úr gjaldskrá.

Samþykkt samhljóða.

Varðandi almenna útleigu fyrir smærri fundi í Dalabúð, er því vísað til umræðu á næsta fundi byggðarráðs.

Samþykkt samhljóða.

Gjaldskrá félagsheimila fyrir 2023 taki mið af 5,4% hækkun á gjaldskrám.

Samþykkt samhljóða.


Gjaldskrá Auðarskóli 2023

Lagt til að fella út hálftímagjald vegna seinkunar skólabíla á miðvikudögum.

Samþykkt samhljóða.

Gjaldskrá Auðarskóla 2023 taki mið af 5,4% hækkun á gjaldskrám.

Samþykkt samhljóða.


Gjaldskrá - Leiga beitar- og ræktunarlands í eigu Dalabyggðar 2023

Gjaldskrá beitar- og ræktunarlands 2023 taki mið af 5,4% hækkun á gjaldskrám.

Samþykkt samhljóða.


Gjaldskrá Dalaveitur ehf 2023

Gjaldskrá Dalaveitna 2023 taki mið af 5,4% hækkun á gjaldskrám.

Samþykkt samhljóða.


Gjaldskrá fyrir byggingarleyfis- framkvæmda- skipulags- og þjónustugjöld í Dalabyggð 2023

Umræðu um gjaldskrá frestað þar sem byggingarvísitala liggur ekki fyrir.

Samþykkt samhljóða.


Gjaldskrá hafnir Dalabyggðar 2023

Gjaldskrá hafna 2023 taki mið af 5,4% hækkun á gjaldskrám.

Samþykkt samhljóða.


Gjaldskrá fyrir hundahald 2023

Gjaldskrá fyrir hundahald 2023 taki mið af 5,4% hækkun á gjaldskrám.

Samþykkt samhljóða.


Gjaldskrá fráveitu í Dalabyggð 2023

Gjaldskrá fráveitna 2023 taki mið af 5,4% hækkun á gjaldskrám.

Samþykkt samhljóða.


Gjaldskrá fyrir hirðingu, móttöku og eyðingu sorps 2023

Gjaldskrá vegna sorps 2023 hækki um 30%.

Samþykkt samhljóða.


Gjaldskrá fyrir Silfurtún 2023

Gjaldskrá Silfurtúns 2023 taki mið af 5,4% hækkun á gjaldskrám.

Samþykkt samhljóða.


Gjaldskrá Bókasafn Dalabyggðar 2023

Lagt til að árskort á Héraðsbókasafn Dalasýslu verði íbúum gjaldfrjáls en sektargjald og millilánasafn haldi sér og taki mið af 5,4% hækkun á gjaldskrám.

Samþykkt samhljóða.
Tillaga um álagningarhlutfall útsvars og fasteignagjalda 2023 - DRÖG.pdf
Gjaldskrár Fjósar 2023 - DRÖG.pdf
Gjaldskrá vatnsveitu 2023 - DRÖG.pdf
Gjaldskrá fyrir söfnun og eyðingu dýraleifa í Dalabyggð 2023 - DRÖG.pdf
Gjaldskrá félagsheimila 2023 - DRÖG.pdf
Gjaldskrá Auðarskóli 2023 - DRÖG.pdf
Gjaldskrá - Leiga beitar- og ræktunarlands í eigu Dalabyggðar 2023 - DRÖG.pdf
Gjaldskrá Dalaveitur ehf 2023 - DRÖG.pdf
GJALDSKRÁ fyrir byggingarleyfis- framkvæmda- skipulags- og þjónustugjöld í Dalabyggð 2023 - DRÖG.pdf
Gjaldskrá hafnir Dalabyggðar 2023 - DRÖG.pdf
GJALDSKRÁ fyrir hundahald 2023 - DRÖG.pdf
GJALDSKRÁ fráveitu í Dalabyggð 2023 - DRÖG.pdf
GJALDSKRÁ fyrir hirðingu-móttöku og eyðingu sorps 2023 - DRÖG.pdf
Gjaldskrá fyrir Silfurtún 2023 - DRÖG.pdf
Bókasafn Dalabyggðar - gjaldskrá 2023 - DRÖG.pdf
17. 2208006 - Fjárhagsáætlun 2023
Sveitarstjórn Dalabyggðar vísaði á 227. fundi sínum fjárhagsáætlun 2023 - 2026 til seinni umræðu.
Lagt til að gert verði ráð fyrir vilyrði fyrir veitingu á stofnframlagi til tveggja íbúða 2023 og fjögurra íbúða 2024.
Áætlað er að stofnframlag Dalabyggðar geti numið 7.000.000 kr. árið 2023 og um 14.000.000 kr. árið 2024 m.v. stærðir og fjölda íbúða.

Samþykkt samhljóða.
Fjarhagsaaetlun 23-26 - sidari umraeda 15122022.pdf
Eyjólfur Ingvi Bjarnason kom sem gestur á fundinn undir dagskrárlið 18.
18. 2102018 - Fóðuriðjan Ólafsdal ehf.
Rætt um stöðu mála varðandi Fóðuriðjuna Ólafsdal ehf.
Sveitarstjóra falið að ræða við aðra eignaraðila varðandi úrlausn málsins.

Samþykkt samhljóða.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:00 

Til bakaPrenta
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei