Til bakaPrenta
Byggðarráð Dalabyggðar - 238

Haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal,
06.12.2019 og hófst hann kl. 09:10
Fundinn sátu: Skúli Hreinn Guðbjörnsson formaður,
Sigríður Huld Skúladóttir varaformaður,
Þuríður Jóney Sigurðardóttir aðalmaður,
Kristján Sturluson sveitarstjóri,
Fundargerð ritaði: Kristján Sturluson, sveitarstjóri
Lagt til að mál 1912009 Samningur um álagningarkerfi sveitarfélaganna verði tekið á dagskrá og verði dagskrárliður nr. 8. Aðrir dagskrárliðir færist til í samræmi við það.
Samþykkt samhljóða.


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 1906005 - Jafnréttisáætlun og framkvæmdaáætlun
Úr fundargerð 237. fundar byggðarráðs 28.11.2019, dagskrárliður 5:
1906005 - Jafnréttisáætlun og framkvæmdaáætlun
Úr fundargerð 183. fundar sveitarstjórnar 14.11.2019, dagskrárliður 4:
1906005 - Jafnréttisáætlun og framkvæmdaáætlun
Jafnréttisstofa gerir athugasemdir við nokkur atriði í jafnréttisáætlun Dalabyggðar.
Tillaga:
Sveitarstjórn felur byggðarráði að gera breytingar í samræmi við athugasemdir Jafnréttisstofu og staðfesta áætlunina fyrir hönd Dalabyggðar.
Samþykkt samhljóða.
Frestað til 6. desember.

Byggðarráð samþykkir jafnréttis- og framkvæmdaáætlunina og verður hún send Jafnréttisstofu.
Jafnréttisáætlun Dalabyggðar samþykkt.pdf
2. 1902026 - Ósk um breytingu á skatthlutfalli fasteignagjalda
Úr fundargerð 237. fundar byggðarráðs 28.11.2019, dagskrárliður 9:
1902026 - Ósk um breytingu á skatthlutfalli fasteignagjalda
Formaður byggðarráðs og sveitarstjóri hittu forsvarsmann Fóðuriðjunnar Ólafsdal ehf. 12. nóvember sl.
Frestað.

Formanni byggðarráðs og sveitarstjóra falið að vinna áfram að málinu.
3. 1911025 - Styrkbeiðni frá Ólafsdalsfélaginu 2020
Erindi frá Ólafsdalsfélaginu vegna styrks fyrir árið 2020.
Byggðarráð óskar eftir upplýsingum um starfsemi í Ólafsdal sumarið 2020 áður en tekin verður afstaða til erindisins.
Samþykkt samhljóða.
Dalabyggð - styrkbeiðni 2020.pdf
4. 1901024 - Trúnaðarbók byggðaráðs
Skólavist utan sveitarfélagsins.
Fært í trúnaðarbók vegna persónuverndar.
5. 1912004 - Umsögn vegna flugeldasölu
Lögreglustjórinn á Vesturlandi óskar eftir umsögn Dalabyggðar vegna umsóknar Björgunarsveitarinnar Óskar um sölu skotelda.
Dalabyggð gerir ekki athugasemdir við að Björgunarsveitin Ósk selji flugelda í húsnæði sínu við Vesturbraut í Búðardal svo sem verið hefur undanfarin ár.
Samþykkt samhljóða.
Björgunarsveitin Ósk.pdf
6. 1912003 - Umsögn vegna flugeldasýningar
Björgunarsveitin Ósk óskar eftir umsögn Dalabyggðar vegna flugeldasýningar.
Byggðarráð gerir ekki athugasemd við leyfi vegna brennu og flugeldasýningar.
Samþykkt samhljóða.
Tölvupóstur - Björgunarsveitin Ósk vegna flugeldasýningar og brennu.pdf
7. 1912009 - Samningur um álagningarkerfi sveitarfélaganna
Þjóðskrá Íslands rekur og þróar álagningarkerfið sem sveitarfélögum ber skv. lögum um tekjustofna sveitarfélaga að nota við álagningu fasteignagjalda. Hingað til hefur ekki verið í gildi samningur milli Þjóðskrár og sveitarfélaga vegan kerfisins. Ljóst er að slíkur samningur þarf að vera til staðar, sérstaklega eftir tilkomu nýrra laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga.
Sveitarstjóra falið að ganga frá samningi við Þjóðskrá.
Samþykkt samhljóða.
Álagningarkerfi sveitarfélaga.pdf
skapalón samnings.pdf
8. 1901005 - Mál frá Alþingi til umsagnar - 2019
Frumvarp til laga um breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga og sveitarstjórnarlögum (forsendur úthlutana úr Jöfnunarsjóði), 391. mál.
Sveitarstjóra falið að gera umsögn þar sem ítrekuð eru þau sjónarmið sem fram komu í umsögn Dalabyggðar þegar drög að reglum um úthlutanir úr Jöfnunarsjóði vegna sameiningar sveitarfélaga voru kynnt í samráðsgátt.
Samþykkt samhljóða.
Frumvarp til laga um breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga og sveitarstjórnarlögum (forsendur úthlutana úr Jöfnunarsjóði) 391 mál.pdf
9. 1912002 - Leyfi Dalabyggðar sem landeigenda vegna flugeldasýningar og brennu
Björgunarsveitin Ósk óskar eftir leyfi Dalabyggðar sem landeiganda vegna flugeldasýningar og brennu.
Byggðarráð samþykkir fyrir hönd Dalabyggðar sem landeiganda leyfi fyrir brennu og flugeldasýningu á landi í eigu sveitarfélagsins.
Samþykkt samhljóða.
Tölvupóstur - Björgunarsveitin Ósk vegna flugeldasýningar og brennu.pdf
Tölvupóstur frá HeV - Áramótabrennur og aðrar brennur 29_11_2019.pdf
10. 1903025 - Fjárhagsáætlun 2020-2023
Úr fundargerð 237. fundar byggðarráðs 28.11.2019, dagskrárliður 1:
1903025 - Fjárhagsáætlun 2020-2023
Gjaldskrár:
Hækka um 2,5%. Hlutfall fráveitu og vatnsgjald lækkar þannig að hækunn verði í samræmi við þetta.
Grunngjald vegna dýrahræja verður kr. 18.000 miðað við 20 kindur eða 5 stórgripi eða minna. Vinna við þessa gjaldskrá er enn í gangi
Breytingatillögur:
Heilbrigðismál hækka vegna aukins kostnaðar við Heilbrigðiseftirlit Vesturlands.
Aðgangseyrir Byggðasafns tekinn út þar sem safnið verður ekki opið næsta sumar.
Kostnaður vegna byggðasamlags um slökkvilið færist úr A í B hluta.
Breytingar í framhaldi af ákvörðun um skuld Silfurtúns við aðalsjóð.
Hætt verður að senda álagningar- og greiðsluseðla á pappír.
Fjárfestingar í heild óbreytt upphæð en kostnaður lækkar við suma liði en hækkar við aðra.
Verður tekið til afgreiðslu á fundi byggðarráðs 6. desember.
Ingibjörg Jóhannsdóttir aðalbókari og Viðar Ólafsson verkstjóri sátu fundinn undir dagskrárlið 1.

Til viðbótar við það sem tilgreint var á fundinum 28. nóv. sl. koma til útgjöld vegna jafnlaunavottunar (kr. 2.000.000), ráðgjafaverkefna (umferðarmál o.fl. kr. 300.000) og kynningarmála (kr. 500.000). Fjárfestingar hækka um kr. 1.000.000 (undirbúningur íþróttamannvirkja)

Byggðarráð samþykkir samhljóða að leggja fjárhagsáætlun fyrir sveitarstjórn til síðari umræðu með framangreindum breytingum og þeim breytingatillögum sem bókaðar voru á fundi ráðsins 28. nóv. sl.
Gjaldskrá fyrir Silfurtún 2020.pdf
Gjaldskrá Auðarskóla 2020.pdf
Gjaldskrá vatnsveitu 2020.pdf
GJALDSKRÁ fráveitu í Dalabyggð 2020.pdf
GJALDSKRÁ - byggingarleyfis- framkvæmda- skipulags - og þjónustugjöld í Dalabyggð.pdf
Gjaldskrá félagsheimila 2020.pdf
Gjaldskrá hafnir Dalabyggðar 2020.pdf
GJALDSKRÁ fyrir hirðingu-móttöku og eyðingu sorps í Dalabyggð 2020 - breytt eftir fund byggðarráðs 6_12_2019.pdf
Fjárhagsáætlun 2020 6_12_2019.pdf
Ingibjörg Jóhannsdóttir aðalbókari sat fundinn undir dagskrárlið 10.
Mál til kynningar
11. 1910023 - Sjóvörn við Ægisbraut
Samningur við verktaka lagður fram.
Lagt fram.
Verksamningur - undirritaður.pdf
12. 1910012 - Veiðihús í Ytra-Fellslandi - 2117710
Samskipti milli skiptastjóra og Þjóðskrár vegna veiðihúss í Ytra Fellslandi.
Lagt fram.
Svar frá Þjóðskrá Íslands við fyrirspurn vegna veiðihúss í Ytra-Fellslandi, F211771.pdf
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 11:30 

Til bakaPrenta
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei