Til bakaPrenta
Fræðslunefnd Dalabyggðar - 121

Haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal,
30.05.2023 og hófst hann kl. 15:00
Fundinn sátu: Ingibjörg Þóranna Steinudóttir formaður,
Jón Egill Jóhannsson aðalmaður,
Þórey Björk Þórisdóttir aðalmaður,
Heiðrún Sandra Grettisdóttir varamaður,
Ragnheiður H Bæringsdóttir varamaður,
Herdís Erna Gunnarsdóttir skólastjóri,
Björn Bjarki Þorsteinsson sveitarstjóri,
Berghildur Pálmadóttir fulltrúi starfsmanna,
Sólrún Ýr Guðbjartsdóttir fulltrúi foreldra,
Fundargerð ritaði: Björn Bjarki Þorsteinsson, Sveitarstjóri


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2301030 - Skólastefna Dalabyggðar
Farið yfir stöðu mála við gerð uppfærðar skóla/menntastefnu fyrir Dalabyggð.
Rætt um næstu skref í vinnunni.
2. 2304021 - Auðarskóli skólareglur
Rætt um skólareglur fyrir Auðarskóla og farið yfir núgildandi reglur í framhaldi af umræðu á síðasta fundi fræðslunefndar
Fræðslunefnd samþykkir þá tillögu að fresta umræðu og afgreiðslu um skólareglur Auðarskóla til haustsins og hugað verði að þeim samhliða og í samráði við ráðgjafa skólaþjónustu.
3. 2210027 - Skólastarf Auðarskóli 2022-2023
Kynnt drög að skólanámsskrá grunnskóla Auðarskóla.
Sagt frá fundum með Skólaráði Auðarskóla.
Rætt um skólaþjónustu.

Skólastjóri kynnti stöðu mála.
76 börn verða í grunnskóladeildinni næsta haust að óbreyttu, 40 börn munu koma með skólabílum.
23 börn verða í laikskóladeildinni næsta haust að óbreyttu, 9 börn munu koma með skólabílum.
Einnig sagði skólastjóri frá hvernig staðan er varðandi starfsmannamál, umsóknarfrestur er til 17. júní í þau störf sem auglýst voru fyrir stuttu.
4. 2010009 - Framhaldsnám fyrir ungmenni úr Dalabyggð
Staða máls rædd.
Sveitarstjóri kynnti stöðu, næstu skref verða kynnt á næstu dögum.
5. 2208010 - Tómstundir - sumar 2023
Kynnt staða vinnunar varðandi undirbúning tómstundastarfs í Dalabyggð sumarið 2023.
Skráning lítur vel út hvað varðar tómstundastarfið, einnig var rætt um íþróttastarf fyrir eldri ungmenni sem verða í tómstundastarfinu, verður það kynnt á næstunni.
6. 2304010 - Félagsmiðstöð ungmenna
Farið yfir starfsreglur félagsmiðstöðvarinnar og rætt um nafn á starfssemina.
Skólastjóri kynnti niðustöðu á vali nemenda Auðarskóla á nafni á félagsmiðstöð ungmenna í Dalabyggð. Samdóma niðurstaða niðurstaða nemenda er að félagsmiðstöðin fái nafnið "Félagsmiðstöðin Gildran". Er það tillaga frá einum nemenda Auðarskóla.

Nú í kjölfarið verða reglur félagsmiðstöðvarinnar uppfærðar í takti við breytingu á nafni.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:00 

Til bakaPrenta
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei