Til bakaPrenta
Félagsmálanefnd Dalabyggðar - 55

Haldinn á fjarfundi,
25.03.2020 og hófst hann kl. 10:00
Fundinn sátu: Ingveldur Guðmundsdóttir formaður,
Þuríður Jóney Sigurðardóttir aðalmaður,
Níels Hermannsson aðalmaður,
Kristján Sturluson embættismaður,
Freyja Þöll Smáradóttir félagsráðgjafi,
Inga Vildís Bjarnadóttir félagsráðgjafi.
Fundargerð ritaði: Freyja Þöll Smáradóttir, Félagsráðgjafi


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2003014 - Jafnréttisstefna
Jafnréttisstefna yfirfarin og afgreidd
Jóhanna María Sigmundsdóttir kynnti jafnréttisstefna sveitarfélagsins. Nefndin samþykkir stefnuna og vísar stefnunni til afgreiðslu sveitarstjórnar.
2. 2003015 - Launastefna
Launastefna yfirfarin og afgreidd
Jóhanna María Sigmundsdóttir kynnti launastefnu sveitarfélagsins. Nefndin samþykkir stefnuna og vísar stefnunni til afgreiðslu sveitarstjórnar.

3. 2003016 - Jafnlaunastefna
Jafnlaunastefna yfirfarin og afgreidd
Jóhanna María Sigmundsdóttir kynnti jafnlaunastefna sveitarfélagsins. Nefndin samþykkir stefnuna og vísari til afgreiðslu sveitarstjórnar.

4. 2003031 - Viðbrögð Dalabyggðar vegna heimsfaraldurs COVID-19
Kristján sveitarstjóri kynnti viðbrögð Dalabyggðar vegna heimsfaraldurs COVID-19. Viðbragðsteymi Dalabyggðar hittist alla virka daga og fer yfir stöðuna.

Viðbragðsáætlun-Dalabyggðar-vegna-COVID-19-1.-útgáfa.pdf
5. 1809016 - Trúnaðarbók félagsmálanefndar
Fjallað var um 3 umsóknir til félagsmálanefndar. Niðurstaða nefndarinnar var skráð í trúnaðarbók.

Óheimilt er að birta afgreiðslu nefndarinnar og starfsmanna opinberlega og því eru afgreiðslur skráðar með formlegum hætti í trúnaðarbók. Það er skýr reglurammi sem nefndin og starfsmenn félagsþjónustunnar starfa eftir. Reglurnar má finna á heimasíðu sveitarfélagsins.
Mál til kynningar
6. 2002002 - Kórónaveira, Staða.
Kristján sveitarstjóri fór yfir stöðuna í Dalabyggð vegna Kórónuveirufaraldursins.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 11:48 

Til bakaPrenta
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei