Til bakaPrenta
Félagsmálanefnd Dalabyggðar - 59

Haldinn á fjarfundi,
07.04.2021 og hófst hann kl. 11:01
Fundinn sátu: Ingveldur Guðmundsdóttir formaður,
Níels Hermannsson aðalmaður,
Þuríður Jóney Sigurðardóttir aðalmaður,
Freyja Þöll Smáradóttir félagsráðgjafi,
Fundargerð ritaði: Freyja Þöll Smáradóttir, Félagsráðgjafi


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2102004 - Reglur um fjárhagsaðstoð Dalabyggðar
Úr fundargerð 263. fundar byggðarráðs 25.02.2021, dagskrárliður 7:
2102004 - Reglur um fjárhagsaðstoð Dalabyggðar
Reglur um fjárhagsaðstoð Dalabyggðar eru frá 20.04.2010.
Byggðarráð felur félagsmálanefnd að skoða hvort ástæða sé til að endurskoða reglur um fjárhagsaðstoð og gera tillögur um breytingar ef þörf er á.
Samþykkt samhljóða.

Árið 2010 voru síðast gerðar breytingar á fjárhagsaðstoðarreglum Dalabyggðar. Ástæða er því til að skoða reglurnar í því samhengi. Félagsráðgjafa falið að skoða reglurnar með tilliti til breytinga.
Reglur um fjárhagsaðstoð Dalabyggðar.pdf
2. 2103043 - Félagsmálanefnd - erindisbréf
Erindisbréf nefndarinnar er frá 2009.Var endurskoðað sumarið 2018 en fór ekki til afgreiðslu í sveitarstjórn.
Drög að erindisbréfi vísað til sveitarstjórnar.
3. 2101011 - Trúnaðarbók félagsmálanefndar
Umsókn um fjárhagsaðstoð afgreidd. Niðurstaða nefndarinnar var skráð í trúnaðarbók. Óheimilt er að birta afgreiðslu nefndarinnar og starfsmanna opinberlega og því eru afgreiðslur skráðar með formlegum hætti í trúnaðarbók. Það er skýr reglurammi sem nefndin og starfsmenn félagsþjónustunnar starfa eftir. Reglurnar má finna á heimasíðu sveitarfélagsins.
Mál til kynningar
4. 2009008 - Bæklingur um áhrif áfengis á Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna
Lagt fram.
Lagt fram til kynningar
Bréf v.bæklings.pdf
Áfengi og Covid-19 - það sem þú þarft að vita.pdf
Áfengi hindrar framþróun.pdf
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 11:35 

Til bakaPrenta
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei