Til bakaPrenta
Sveitarstjórn Dalabyggðar - 197

Haldinn á fjarfundi,
15.10.2020 og hófst hann kl. 14:00
Fundinn sátu: Eyjólfur Ingvi Bjarnason oddviti,
Ragnheiður Pálsdóttir varaoddviti,
Skúli Hreinn Guðbjörnsson aðalmaður,
Sigríður Huld Skúladóttir aðalmaður,
Þuríður Jóney Sigurðardóttir aðalmaður,
Pálmi Jóhannsson aðalmaður,
Kristján Sturluson sveitarstjóri,
Svana Hrönn Jóhannsdóttir varamaður,
Fundargerð ritaði: Kristján Ingi Arnarsson, umsjónarmaður framkvæmda
Lagt til að eftirtöldum málum verði bætt á dagskrá fundarins:
Mál 2010001F - Byggðarráð Dalabyggðar - 256, fundargerð til afgreiðslu, verði dagskrárliður 25.
Mál 2010008 - Frón fasteignamiðlun - innheimtubréf, mál til kynningar, verði dagskrárliður 37.
Aðrir dagskrárliðir færist til í samræmi við framangreint.
Samþykkt samhljóða.


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2008005 - Málefni Auðarskóla
Ráðning skólastjóra og skipurit.
Til máls tóku: Skúli og Kristján.
Tillaga byggðarráðs að ráðningu Haraldar Haraldssonar samþykkt með 6 atkvæðum, einn er á móti (PJ).

Hlöðveri Inga Gunnarssyni, fráfarandi skólastjóra, eru þökkuð vel unnin störf.
Samþykkt samhljóða.

Nýtt skipurit samþykkt samhljóða.
Trúnaðarbók byggðarráðs - tillaga um ráðningu skólastjóra.pdf
skipurit Auðarskóli 2020.pdf
Frá formanni byggðarráðs - Ráðning skólastjóra .pdf
2. 2009026 - Fjárhagsáætlun 2020 - Viðauki VI
Úr fundargerð 253. fundar byggðarráðs 24.09.2020, dagskrárliður 3:
2009026 - Fjárhagsáætlun 2020 - Viðauki VI
Tillaga að viðauka við fjárhagsáætlun 2020 lögð fram.
Samþykkt að leggja fram viðauka miðað við framlagðar forsendur.

Úr fundargerð 255. fundar byggðarráðs 5.109.2020, dagskrárliður 2:
2009026 - Fjárhagsáætlun 2020 - Viðauki VI
Endanleg útgáfa af tillögu að viðauka VI lögð fram.
Tillaga að viðauka samþykkt samhljóða og vísað til sveitarstjórnar.

Til máls tók: Kristján.

Breytingartillaga sveitarstjóra:
Bætt verði við 500.000 kr. vegna lóðar á frístundasvæði í Sælingsdalstungu.
Samþykkt samhljóða.

Viðauki VI við fjárhagsáætlun 2020 samþykktur samhljóða.
R. Yfirlit viðauka 2020_Dalabyggð VI.pdf
Vegna viðauka.VI.pdf
3. 1810015 - Vandi sauðfjárbænda - sérstaða Dalabyggðar
Úr fundargerð 254. fundar byggðarráðs 29.09.2020, dagskrárliður 2:
1810015 - Vandi sauðfjárbænda - sérstaða Dalabyggðar
Frestað á síðasta fundi byggðarráðs.
Byggðarráð Húnaþings vestra og sveitastjórnir Dalabyggðar, Strandabyggðar og Reykhólahrepps lýsa yfir þungum áhyggjum af lágu afurðaverði til sauðfjárbænda og seinagangi við birtingu afurðastöðvaverðs haustið 2020. Sauðfjárrækt er mikilvæg búgrein þessara sveitarfélaga og ein af forsendum búsetu í dreifbýli. Í þessum sveitarfélögum var rúmlega 21% af framleiðslu kindakjöts árið 2019.
Á undanförnum árum hafa orðið ábúendaskipti á þónokkrum bújörðum í sveitarfélögunum og yngra fólk með fjölskyldur tekið við. Þessar fjölskyldur efla samfélagið, styðja við þjónustu ásamt því að halda uppi atvinnustigi.

Líkt og í öðrum rekstri er mikilvægt að sauðfjárbændur fái viðunandi verð fyrir sína vöru og hafi þannig forsendur til áætlanagerðar og ákvarðanatöku. Því er skorað á afurðastöðvar að gefa út afurðaverð 2021 fyrir komandi áramót.
Samkvæmt samantekt Landssamtaka sauðfjárbænda var afurðaverð til íslenskra sauðfjárbænda á síðasta ári það lægsta sem finnst í Evrópu og miðað við nýbirtar verðskrár 2020 er vegið meðalverð 502 kr./kg. Hefði afurðaverð fylgt almennri verðlagsþróun frá 2014 ætti það að vera 690 kr./kg. Því vantar enn tæpar 200 kr./kg. upp á afurðastöðvaverð fylgi verðlagsþróun.

Í heimsfaraldri vegna COVID-19 fengu Íslendingar áminningu um mikilvægi innlendrar matvælaframleiðslu. Skapa þarf greininni stöðugleika í rekstri til lengri tíma og styðja á öflugan hátt við innlenda matvælaframleiðslu.

Byggðarráð samþykkir ofangreinda bókun og vísar henni til sveitarstjórnar.

Bókun samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.
4. 2009032 - Reglur um birtingu skjala með fundargerðum A-hluta nefnda Dalabyggðar
Úr fundargerð 253. fundar byggðarráðs 24.09.2020, dagskrárliður 6:
1901026 - Reglur um birtingu skjala með fundargerðum
Í reglum um birtingu skjala á vef Dalabyggðar sem samþykktar voru á 17. fundi sveitarstjórnar 14.02.2019 segir að þær skuli endurskoðaðar fyrir árslok 2020 og fyrr ef breytingar verða á lögum um upplýsingaskyldu og persónuvernd.
Byggðarráð samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að reglum um birtingu skjala verði breytt þannig að fylgiskjöl verði birt með fundargerðum A hluta nefnda, auk sveitarstjórnar og byggðarráðs. Reglurnar verði endurskoðaðar fyrir lok árs 2022.

Til máls tóku: Kristján og Eyjólfur.
Reglur samþykktar með öllum greiddum atkvæðum.

Dalabyggð birting skjala 20200916 - með breytingum.pdf
Reglurnar samþykktar á 171. fundi sveitarstjórnar Dalabyggðar 14.02.2019 og undirritaðar af sveitarstjóra.pdf
5. 2007007 - Uppfærsla samnings við Leikklúbb Laxdæla
Úr fundargerð 11. fundar menningarmálanefndar 15.09.2020, dagskrárliður 1:
2007007 - Uppfærsla samnings við Leikklúbb Laxdæla
Komið er að uppfærslu á samningi við Leikklúbb Laxdæla. Samningurinn kemur til umsagnar hjá menningarmálanefnd.
Nefndin leggur til eftirfarandi breyingar á drögum að samning: Leikklúbbur sjái um ræstingar eftir sýningar og aðra viðburði á þeirra vegum. 4. punktur í 2. gr. verði breytt "Dalabyggð sér um ræstingu hússins að öðru leyti".
Leikklúbbur skili skýrslu um störf sín á fundi menningarmálanefndar á hverju vori.
Nefndin óskar eftir að skýrt sé hvort ákvæði um selda miða á viðburði í Dalabúð gildi fyrir sýningar leikklúbbsins.
Nefndin hvetur Leikklúbb Laxdæla til að standa að uppsetningu sýninga á næstu misserum sem dæmi má nefna að Jörvagleðin 2021 nálgast óðfluga.

Úr fundargerð 255. fundar byggðarráðs 5.10.2020, dagskrárliður 3:
2007007 - Uppfærsla samnings við Leikklúbb Laxdæla
Fjallað hefur verið um samninginn í menningarmálanefnd en í drögunum er vísað til byggðarráðs.
Breytingar við samningsdrög samþykktar samhljóða og vísað til sveitarstjórnar.

Til máls tók: Kristján.
Samningur samþykktur með öllum greiddum atkvæðum.
samningur_leikklubbur drög með breytingum.pdf
6. 1912011 - Byggðasafn Dalamanna - Staðarfell
Úr fundargerð 11. fundar menningarmálanefndar 15.09.2020, dagskrárliður 3:
1912011 - Byggðasafn Dalamanna - Staðarfell
Farið yfir stöðu mála með Byggðarsafn Dalamanna að Staðarfelli
Nefndin fagnar ákvörðun sveitarstjórnar um að byggðarráð skuli hefja viðræður við ríkið um að Byggðasafn Dalamanna verði staðsett á Staðarfelli og hvetur byggðarráð áfram í verkefninu. Nefndin leggur til við sveitarstjórn að skipuð verði verkefnastjórn til að vinna að framtíðarskipulagi og uppbyggingu starfseminnar á Staðarfelli. Tryggja þarf fjármagn í fjárhagsáætlun til verkefnisins.

Úr fundargerð 253. fundar byggðarráðs 24.09.2020, dagskrárliður 14:
1912011 - Byggðasafn Dalamanna - Staðarfell
Viðræður við ríkið.
Óskað verður eftir fundi með fjármálaráðherra.

Til máls tók: Kristján. Fundur með fjármálaráðherra fyrirhugaður á morgun.
Tillögu menningarmálanefndar vísað til byggðarráðs.
Samþykkt samhljóða.
7. 2009004 - Menningarmálaverkefnasjóður
Úr fundargerð 11. fundar menningarmálanefndar 15.09.2020, dagskrárliður 5:
2009004 - Menningarmálaverkefnasjóður
Formaður kynnir hugmynd um menningarmálaverkefnasjóð.
Lagt er til að stofnaður verði sjóður þar sem menningarmálanefnd getur fengið umsóknir um styrki og úthlutað til menningarmálaverkefna í Dalabyggð. Sveitarstjórn tryggi sjóðnum fjármagn á fjárhagsáætlun, í fyrsta sinn 2021. Nefndin leggur til að samdar verði reglur um hlutverk sjóðsins og úthlutun úr honum. Verkefnastjóra falið að vinna áfram.

Tillögu menningarmálanefndar vísað til byggðarráðs.
Samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.
8. 2009015 - Aukin nýting félagsheimila á Vesturlandi
Úr fundargerð 11. fundar menningarmálanefndar 15.09.2020, dagskrárliður 7:
2009015 - Aukin nýting félagsheimila á Vesturlandi
Ráðstefna og málstofa um aukna nýtingu fyrir blómlega menningu í félagsheimilum og menningarhúsum sveitarfélaga kynnt nefnd.
Lagt fram til kynningar.
Nefndin leggur það til við sveitarstjórn að hugað verði að fjölþættari nýtingu félagsheimila í Dalabyggð.

Sveitarstjórn felur menningarmálanefnd að vinna tillögur að fjölþættari nýtingu félagsheimila í Dalabyggð.
Samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.
9. 2009014 - Ósk um umsögn v.breytingar aðalskipulags og nýs deiliskipulags í Reykhólahreppi
Úr fundargerð 108. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar 2.10.2020, dagskrárliður 4:
2009014 - Ósk um umsögn v.breytingar aðalskipulags og nýs deiliskipulags í Reykhólahreppi
Óskað er eftir umsögn við tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Reykhólahrepps 2006-2018 og nýs deiliskipulags vegna vatnsaflsvirkjunar í Garpsdal í samræmi við 31. og 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Nefndin gerir ekki athugasemdir við auglýsta tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Reykhólahrepps 2006-2018 og nýs deiliskipulags vegna vatnsaflsvirkjunar í Garpsdal.

Samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.
DA1901-Pl-Default-.pdf
GREINARGERÐ v VATNSAFLSVIRKJUNAR-2019-11-06C.pdf
SA30Gb_P-Reykholahr-br-Default.pdf
10. 2003042 - Hróðnýjarstaðir - breyting á aðalskipulagi vegna vindlundar
Úr fundargerð 108. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar 2.10.2020, dagskrárliður 4:
2003042 - Hróðnýjarstaðir - breyting á aðalskipulagi vegna vindorkuvers
Þann 22. júní sl. samþykkti sveitarstjórn að aðalskipulagsbreytingin skuli auglýst í samræmi við 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Eftir yfirferð skipulagsgagna beinir Skipulagsstofnun því til sveitarfélagsins að bíða með að auglýsa tillögu að aðalskipulagsbreytingu þar til tillaga að viðauka við landsskipulagsstefnu hefur verið lögð fram til kynningar. Þannig geti sveitarstjórn kannað hvernig stefna og skipulagsákvæði um vindorkuver á Hróðnýjarstöðum samræmast henni og brugðist við af tilefni. Stefnt er að því að viðauki við landsskipulagsstefnu verði auglýst í haust og verður þá til kynningar í 8 vikur.
Til að forðast allan tvíverknað, kostnað og tafir í ferlinu leggur nefndin til við sveitarstjórn að farið verði eftir beiðni Skipulagsstofnunar um að bíða með auglýsingu skipulagstillögunar, þar til viðauki landsskipulagsstefnu liggur fyrir til kynningar.

Til máls tók: Kristján.

Tillaga umhverfis- og skipulagsnefndar samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.
Bref SO til Dalabyggðar v erindis Skipulst 10092020.pdf
Vindorkuver að Hróðnýjarstöðum og Sólheimum.pdf
Tölvupóstur 12_10_2020 frá Skipulagsstofnun.pdf
11. 2003041 - Sólheimar - breyting á aðalskipulagi vegna vindlundar
Úr fundargerð 108. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar 2.10.2020, dagskrárliður 5:
2003041 - Sólheimar - breyting á aðalskipulagi vegna vindorkuvers
Þann 22. júní sl. samþykkti sveitarstjórn að aðalskipulagsbreytingin skuli auglýst í samræmi við 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Eftir yfirferð skipulagsgagna beinir Skipulagsstofnun því til sveitarfélagsins að bíða með að auglýsa tillögu að aðalskipulagsbreytingu þar til tillaga að viðauka við landsskipulagsstefnu hefur verið lögð fram til kynningar. Þannig geti sveitarstjórn kannað hvernig stefna og skipulagsákvæði um vindorkuver á Sólheimum samræmast henni og brugðist við af tilefni. Stefnt er að því að viðauki við landsskipulagsstefnu verði auglýst í haust og verður þá til kynningar í 8 vikur.
Til að forðast allan tvíverknað, kostnað og tafir í ferlinu leggur nefndin til við sveitarstjórn að farið verði eftir beiðni Skipulagsstofnunar um að bíða með auglýsingu skipulagstillögunar, þar til viðauki landsskipulagsstefnu liggur fyrir til kynningar.

Tillaga umhverfis- og skipulagsnefndar samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.
Vindorkuver að Hróðnýjarstöðum og Sólheimum.pdf
12. 2009017 - Endurskoðun aðalskipulags Borgarbyggðar
Úr fundargerð 108. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar 2.10.2020, dagskrárliður 7:
2009017 - Endurskoðun aðalskipulags Borgarbyggðar
Sveitarstjórn Borgarbyggðar óskar eftir umsögn við skipulags- og matslýsingu fyrir endurskoðun aðalskipulag Borgarbyggðar.

Umhverfis- og skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við skipulags- og matslýsingu fyrir endurskoðun Borgarbyggðar.

Samþykkt samhljóða.
Lysing-Aðalskipulag-Borgarbyggðar_grunnskjal, xx.pdf
13. 2008008 - Ný jörð úr landi Sælingsdal, L137739
Úr fundargerð 253. fundar byggðarráðs 24.09.2020, dagskrárliður 12:
2008008 - Ný jörð úr landi Sælingsdal, L137739
Ríkiseignir fyrir hönd Ríkissjóðs Íslands sem landeiganda óska eftir rökstuðningi við ákvörðun sveitarstjórnar.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að semja greinargerð sem verði lögð fyrir sveitarstjórn.

Til máls tók: Kristján.

Sveitarstjórn Dalabyggðar mælir gegn uppskiptingu á jörðinni Sælingsdal. Það rýrir mjög landkosti jarðar að skipta henni upp á þann hátt sem verið er að leggja til, sérstaklega þegar veiðiréttindum í ánni er haldið eftir og ríkið virðist ætla að eiga þau sérstaklega. Þarna er verið að setja það fordæmi sem stórir eigendur veiðijarða á landinu gætu nýtt sér og skipt upp jörðunum þannig að veiðiréttinum yrði haldið eftir en annað land selt áfram til annarra nota.
Bent er á 9. gr. laga um lax- og silingsveiði nr, 61/2006 þar sem sett er sú meginregla að veiðiréttur verði ekki skilinn frá fasteignum, hvorki með hefðbundnu afsali veiðiréttarins né heldur við uppskiptingu fasteignar eða ráðstöfun einstakra spildna úr henni. Vísað er til greinargerðar með frumvarpi til laga um lax- og silungsveiði varðandi 9. greinina: „Til þess að taka af öll tvímæli er með frumvarpsgrein þessari lagt til að sú meginregla gildi frá gildistöku laganna að veiðiréttur verði ekki skilinn frá fasteignum, hvorki með hefðbundnu afsali veiðiréttarins né heldur við uppskiptingu fasteignar eða ráðstöfun einstakra spildna úr henni. Slíkt yrði því í öllum tilvikum leyfisskylt, og gert er ráð fyrir því að við mat á heimild til undanþágu beri sérstaklega að líta til þess hvort kostir fasteignar til landbúnaðarnota skerðist, og jafnframt að fiskstofnar viðkomandi vatns verði ekki ofnýttir. Þykir þessi fortakslausa tilhögun í betra samræmi við þau meginmarkmið frumvarpsins sem áður hefur verið gerð grein fyrir og er m.a. ætlað að tryggja áframhaldandi sjálfstæði og rekstrargrundvöll þeirra jarða sem byggja afkomu sína, að öllu leyti eða hluta, á veiðinytjum. Þess utan er ljóst að takmarkalaus uppskipting veiðiréttar einstakra jarða á fleiri hendur getur stefnt í hættu því markmiði frumvarpsins að tryggja skynsamlega, hagkvæma og sjálfbæra nýtingu þeirrar auðlindar sem fiskstofnar ferskvatna eru.“
Óski Ríkiseignir eftir því er Dalabyggð tilbúin að eiga fund um málið.

Samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.
Tölvupóstur 16_09_20 - Ósk um rökstuðning.pdf
Minnisblað - 2008008 - Sælingsdalur.pdf
14. 2009030 - Deiliskipulag í landi Hróðnýjarstaða
Úr fundargerð 108. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar 2.10.2020, dagskrárliður 10:
2009030 - Deiliskipulag í landi Hróðnýjarstaða
Storm Orka ehf. óskar eftir að hefja vinnu að tillögu að deiliskipulagi fyrir vindorkuver í landi Hróðnýjarstaða í samræmi við áætlanir fyrirtækisins um uppbyggingu vindorkuvers á jörðinni.

Tillaga að deiliskipulagi yrði unnin í samræmi við tillögu að breytingu á aðalskipulagi Dalabyggðar 2004-2016 þar sem afmarkað er iðnaðarsvæði fyrir vindorkuver á jörð Hróðnýjarstaða.

Storm Orka telur ekki þörf á vinnslu lýsingar á deiliskipulagi þar sem allar meginforsendur liggja fyrir í aðalskipulagi, í samræmi við 5.2.2. gr. skipulagsreglugerðar nr. 90/2013.

Óskað er eftir afstöðu sveitarstjórnar varðandi gerð lýsingar deiliskipulags.
Nefndin leggst ekki gegn því að hafin verði vinna að nýju deiliskipulagi í landi Hróðnýjarstaða en bendir á að nýtt deiliskipulag tekur ekki gildi fyrr en að breyting á aðalskipulagi hefur öðlast gildi.

Samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.
Ósk um deiliskipulag.pdf
15. 2009022 - Tilboð í sorptunnuskýli og festingar
Úr fundargerð 108. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar 2.10.2020, dagskrárliður 9:
2009022 - Tilboð í sorptunnuskýli og festingar
Íbúar hafa leitað til sveitarfélagsins vegna komandi breytinga á sorptunnukerfi. Óskað er eftir því að leitað verði tilboða eða afsláttar vegna kaupa íbúa á sorptunnuskýlum og/eða festingum þar sem sorptunnum verður fjölgað með nýju fyrirkomulagi.
Nefndin tekur vel í erindið og leggur til að sveitarstjórn kalli eftir tilboði frá sorphirðuaðila þegar hann hefur verið valinn.

Til máls tók: Kristján.
Samþykkt samhljóða að leita eftir tilboðum í sorptunnuskýli og festingar fyrir tunnur.
16. 2010002 - Innri-Fagridalur - umsókn um stofnun lóðar
Úr fundargerð 108. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar 2.10.2020, dagskrárliður 12:
2010002 - Innri-Fagridalur - umsókn um stofnun lóðar
Sótt er um að stofna lóð úr landi Innri-Fagradals.
Nefndin gerir ekki athugasemdir við erindið.

Samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.
Lóðaruppdráttur innri fagridalur.pdf
17. 2009031 - Framlenging á stöðuleyfi
Úr fundargerð 108. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar 2.10.2020, dagskrárliður 13:
2009031 - Framlenging á stöðuleyfi
Storm Orka ehf. leggur fram ósk um framlengingu á stöðuleyfi fyrir vindmælingamöstur í landi Hróðnýjarstaða. Núgildandi leyfi rennur út 25. október.

Ástæða þess að þörf er á framlengingu leyfis er að sökum veðurs reyndist ekki unnt að koma möstrunum upp eins fljótt og áætlað var og dróst verkið því talsvert.
Nefndin leggur til við sveitarstjórn að stöðuleyfi fyrir vindmælingamöstur í landi Hróðnýjarstaða verði framlengt um eitt ár, frá 25. október 2020 til 25. október 2021.

Samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.
Ósk um framlengingu á stöðuleyfi mastra.pdf
Fundargerðir til staðfestingar
18. 2009003F - Stjórn Dvalar- og hjúkrunarheimilisins Silfurtúns - 36
Á dagskrá 36. fundar stjórnar Silfurtúns 17.09.2020 voru eftirtalin mál:
1. 2001028 - Útboð á mötuneyti Silfurtúns
2. 2009021 - Breyting á smæðarálagi 2020

Samþykkt samhljóða.
19. 2009008F - Stjórn Dvalar- og hjúkrunarheimilisins Silfurtúns - 37
Á dagskrá 37. fundar stjórnar Silfurtúns 6.10.2020 voru eftirtalin mál:
1. 2001053 - Rekstur Silfurtúns 2020
2. 2003010 - Tilmæli til hjúkrunarheimila innan SFV vegna COVID-19
3. 2005008 - Fjárhagsáætlun 2021 - 2024

Samþykkt samhljóða.
20. 2006004F - Menningarmálanefnd Dalabyggðar - 11
Á dagskrá 11. fundar menningarmálanefndar 15.09.2020 voru eftirtalin mál:
1. 2007007 - Uppfærsla samnings við Leikklúbb Laxdæla
2. 2005008 - Fjárhagsáætlun 2021 - 2024
3. 1912011 - Byggðasafn Dalamanna - Staðarfell
4. 2009003 - Jörvagleði 2021
5. 2009004 - Menningarmálaverkefnasjóður
6. 2001047 - Fréttir frá Verkefnastjóra
7. 2009015 - Aukin nýting félagsheimila á Vesturlandi


Samþykkt samhljóða.
21. 2006001F - Atvinnumálanefnd Dalabyggðar - 18
Á dagskrá 18. fundar atvinnumálanefndar 22.09.2020 voru eftirtalin mál:
1. 1911005 - Klofningur, áningastaður - hönnun og undirbúningur
2. 2009012 - Umsóknir í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða
3. 2006018 - Áskorun og ný hugmynd
4. 2005027 - Nýsköpunarsetur í Dalabyggð
5. 2001047 - Fréttir frá verkefnastjóra
6. 2005008 - Fjárhagsáætlun 2021 - 2024
7. 2009028 - Atvinnuleysi

Samþykkt samhljóða.
22. 2009004F - Byggðarráð Dalabyggðar - 253
Á dagskrá 253. fundar byggðarráðs 24.09.2020 voru eftirtalin mál:
1. 2008005 - Málefni Auðarskóla
2. 1903025 - Fjárhagsáætlun 2020-2023
3. 2009026 - Fjárhagsáætlun 2020 - Viðauki VI
4. 2005008 - Fjárhagsáætlun 2021 - 2024
5. 2009024 - Íþrótta- og tómstundastyrkir til lágtekjuheimila vegna Covid-19
6. 1901026 - Reglur um birtingu skjala með fundargerðum
7. 1810015 - Vandi sauðfjárbænda - sérstaða Dalabyggðar
8. 2002040 - Flutningur dýrahræja til förgunar - útboð
9. 1904034 - Sorphreinsun - útboð 2020 - 2022
10. 1807013 - Vínlandssetur
11. 1912006 - Styrkur vegna tónlistarnáms utan sveitarfélags á vorönn 2021
12. 2008008 - Ný jörð úr landi Sælingsdal, L137739
13. 2009023 - Endurskoðun samgönguáætlunar Vesturlands
14. 1912011 - Byggðasafn Dalamanna - Staðarfell
15. 2008016 - Vinnutímabreytingar
16. 2009029 - Hugsanleg breyting á heilbrigðiseftirlitssvæðum
17. 2004017 - Sturlureitur á Staðarhóli
18. 1905026 - Fasteignafélagið Hvammur ehf. - Söluferli
19. 2001025 - Rekstraraðili Vínlandsseturs
20. 1907006 - Jafnlaunavottun
21. 2009019 - Evrópuvika 2020
22. 2009027 - Ársfundur Brunavarna Dala, Reykhóla og Stranda bs. 2020
23. 2003002 - Fyrirspurn frá MS um innviði.

Til máls tóku um fundarlið nr. 8: Pálmi, Kristján og Pálmi (öðru sinni).

Fundargerð byggðarráðs samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.
23. 2009011F - Byggðarráð Dalabyggðar - 254
Á dagskrá 254. fundar byggðarráðs 29.09.2020 voru eftirtalin mál:
1. 2008005 - Málefni Auðarskóla
2. 1810015 - Vandi sauðfjárbænda - sérstaða Dalabyggðar
3. 2005008 - Fjárhagsáætlun 2021 - 2024

Samþykkt samhljóða.
24. 2009012F - Byggðarráð Dalabyggðar - 255
Á dagskrá 255. fundar byggðarráðs 5.10.2020 voru eftirtalin mál:
1. 2008005 - Málefni Auðarskóla
2. 2009026 - Fjárhagsáætlun 2020 - Viðauki VI
3. 2007007 - Uppfærsla samnings við Leikklúbb Laxdæla
4. 2003002 - Fyrirspurn frá MS um innviði
5. 2005008 - Fjárhagsáætlun 2021 - 2024

Samþykkt samhljóða.
25. 2010001F - Byggðarráð Dalabyggðar - 256
Á dagskrá 256. fundar byggðarráðs 12.10.2020 voru eftirtalin mál:
1. 2008005 - Málefni Auðarskóla
2. 2010006 - Fjárhagsáætlun byggðarsamlags um brunavarnir 2021
3. 2005001 - Staða varðandi frístundasvæði í Sælingsdalstungu
4. 2005008 - Fjárhagsáætlun 2021 - 2024
5. 2001028 - Mötuneyti Silfurtúns
6. 2003002 - Viðbragðsáætlun Vatnsveitu

Samþykkt samhljóða.
26. 2009002F - Umhverfis- og skipulagsnefnd Dalabyggðar - 108
Á dagskrá 108. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar 2.10.2020 voru eftirtalin mál:
1. 2005008 - Fjárhagsáætlun 2021 - 2024
2. 2003023 - Áætlun um refaveiðar 2020-2022
3. 2009014 - Ósk um umsögn v.breytingar aðalskipulags og nýs deiliskipulags í Reykhólahreppi
4. 2003042 - Hróðnýjarstaðir - breyting á aðalskipulagi vegna vindorkuvers
5. 2003041 - Sólheimar - breyting á aðalskipulagi vegna vindorkuvers
6. 2010005 - Ytra-Fell - óveruleg breyting á deiliskipulagi
7. 2009017 - Endurskoðun aðalskipulags Borgarbyggðar
8. 2010004 - Fremri-Hrafnabjörg - umsókn um byggingarleyfi fyrir frístundahús
9. 2009022 - Tilboð í sorptunnuskýli og festingar
10. 2009030 - Deiliskipulag í landi Hróðnýjarstaða
11. 2010003 - Umsókn um niðurrif útihúsa á Staðarhóli
12. 2010002 - Innri-Fagridalur - umsókn um stofnun lóðar
13. 2009031 - Framlenging á stöðuleyfi
14. 2009018 - Hvalreki við Álftafjörð
15. 1904034 - Sorphreinsun - útboð 2020 - 2022

Samþykkt samhljóða.
Fundargerðir til kynningar
27. 1902003 - Fundargerðir Sambands ísl. sveitarfélaga 2019 - 2020
Fundargerðir frá 25.09.2020 og 29.09.2020 lagðar fram.
Til kynningar.
stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - 887.pdf
stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - 888.pdf
28. 2002008 - Fundargerðir Brunavarna Dala, Reykhóla og Stranda bs.
Fundargerð stjórnar 22.09.2020 lögð fram.
Til máls tók: Kristján
Til kynningar.
Fundargerð Brunavarna Dala Reykhóla og Stranda nr 5. 22_09_20 .pdf
29. 1911021 - Fundargerðir stjórnar Bakkahvamms hses
Fundargerð stjórnar 10.09.2020 lögð fram.
Til kynningar.
Fundargerð stjórnarfundar 10.09.2020.pdf
30. 1903011 - Fundir Sorpurðunar Vesturlands 2019 - 2020
Til kynningar.
Eigendafundur Sorpurðunar Vesturlands Fundargerð 7_09_2020.pdf
Kynning_Teits_fundargerð.pdf
31. 2003001 - Dalaveitur - fundargerðir stjórnar 2020
Til kynningar.
Dalaveitur ehf 31.pdf
32. 2002009 - Fundargerðir Almannavarnanefndar Vesturlands
Til kynningar.
AST-AVN 2020-08-05 Minnispunktar.pdf
Mál til kynningar
33. 2009016 - Ársreikningar Bakkahvamms hses 2019
Til kynningar.
Ársreikningur 2019.pdf
34. 2003031 - Viðbrögð Dalabyggðar vegna heimsfaraldurs COVID-19
Minnisblað lagt fram.
Til máls tóku: Kristján og Eyjólfur.
Til kynningar.
smitrakning-hja-sveitarfelogum-leidbeiningar-fra-almannavornum-22-09-2020.pdf
Minnisblað - 2003031 - punktar_covid.pdf
35. 2009020 - Haustþing 2020
Haustþing SSV 2020 verður haldið 16.10.2020 í fjarfundi.
Til kynningar.
Fundarboð.pdf
Starfsáætlun 2021-SSV-MSV-haustþing2020.pdf
Haustþing 2020 - dagskrá 2.pdf
haustþing 2020-Fjárhagsáætlun 2021 greinagerð final.pdf
Haustþing 2020-Fjárhagsáætlun 2021 fundaskjal final.pdf
Haustþing 2020 dagskrá.pdf
36. 2003023 - Áætlun um refaveiðar 2020-2022
Úr fundargerð 108. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar 2.10.2020, dagskrárliður 2:
2003023 - Áætlun um refaveiðar 2020-2022
Áætlun um refaveiðar 2020-2022 sem hluti af fjárhagsáætlun.
Nefndin gerir athugasemd við að greiðslur til veiðimanna fyrir veidd dýr hafi staðið í stað í tæplega tvo áratugi. Kostnaður veiðimanna hefur á sama tíma haldið í við verðlag og veiðar standa því ekki undir kostnaði. Nefndin beinir því til sveitarstjórnar og Umhverfisstofnunar að þetta þarfnist endurskoðunar.

Vegna friðunar á refastofninum norðan við Dalabyggð hefur ágangur refa stóraukist í sveitarfélaginu. Eðlilegt væri að auka kvóta veiddra dýra í samræmi við það.

Nefndin bendir á að endurgreiðsluhlutfall Umhverfisstofnunar er ekki í samræmi við núverandi stærð sveitarfélagsins og breyttar aðstæður.

Nefndin telur eðlilegt að Náttúrufræðistofnun Íslands standi straum af þeim kostnaði sem fellur til vegna þeirra sýna sem stofnunin kallar eftir.

Nefndin bendir á að vegna breyttra aðstæðna með minkasíur þarf að endurskoða verklag um minkaveiðar þar sem meira er farið að sjást af mink á svæðinu.
Hörður og Vilhjálmur viku af fundi undir þessum lið og Viðar Ólafsson sat fundinn undir þessum lið.

Til máls tók: Kristján, vísar í fund sem byggðarráð átti með veiðimönnum.
Til kynningar.
37. 2010008 - Frón fasteignamiðlun - innheimtubréf
Til kynningar.
Innheimtubréf.pdf
38. 1901014 - Skýrsla frá sveitarstjóra.
Minnisblað lagt fram.
Til kynningar.
Minnisblað - 1901014 - skýrsla sveitarstjóra október 2020.pdf
Oddviti þakkar Svönu Hrönn Jóhannsdóttur fyrir störf sín í sveitarstjórn og nefndum Dalabyggðar.
Svana Hrönn þakkar sömuleiðis fyrir samstarfið og óskar sveitarstjórn velfarnarðar.
Næsti fundur sveitarstjórnar verður aukafundur þann 29. október.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 15:40 

Til bakaPrenta
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei