Til bakaPrenta
Menningarmálanefnd Dalabyggðar - 7

Haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal,
22.01.2020 og hófst hann kl. 16:00
Fundinn sátu: Þorgrímur Einar Guðbjartsson formaður,
Sigrún H. Sigurðardóttir aðalmaður,
Hlöðver Ingi Gunnarsson aðalmaður,
Jóhanna María Sigmundsdóttir Verkefnastjóri ,
Fundargerð ritaði: Jóhanna María Sigmundsdóttir, Verkefnastjóri


Dagskrá: 
Almenn mál
Sigríður Jónsdóttir bókasafnsvörður kemur á fund nefndarinnar.
1. 2001022 - Ársyfirlit 2019 - Héraðsbókasafn
Bókasafnsvörður fer yfir starf síðasta árs og áætlanir þessa árs.
Fundarmenn þakka yfirferðina og ræða efni ársskýrslu. Góð aðsókn er í bókasafnið að jafnaði. Nýtt bókasafnskerfi er í bígerð. Samstarf bókasafns og Auðarskóla rætt lítillega ásamt mögulegri lestrarhvatningu.
Valdís Einarsdóttir kemur á fund nefndarinnar.
2. 1910033 - Ársskýrsla Byggðasafns Dalamanna 2018
Ársskýrsla liggur ekki fyrir að svo stöddu. Framtíð Byggðarsafns Dalamanna rædd undir 3.dagskrárlið
Valdís Einarsdóttir situr fundinn undir þessum dagskrárlið.
3. 1902006 - Byggðasafn Dalamanna
Starfsemi sl. ár
Húsnæðismál, næstu skref.
Greinargerð frá hugarflugsfundinum.

Það sem stóð upp úr á síðasta ári miðað við hugarflugsfund, tengdist allt sögum s.s. sögustundir.
Af hugarflugsfundi komu ýmsar hugmyndir, misauðveldar í framkvæmd en mikil umræða fór í framtíðar staðsetningu safnsins.
Á hugarflugsfundinum var mikill einhugur um framtíðar staðsetningu safnsins, þ.e. að það verði að Staðarfelli.
Fulltrúar sveitarfélagsins hafa fundað með Fjármálaráðuneytinu vegna málsins.

4. 2001002 - Bæjarhátíð sumar 2020
Umgjörð bæjarhátíðar rædd.
Velja þarf dagssetningu og skoða viðburði fyrir dagskránna.
Athugað verður með Vestfjarðarvíkinginn, hvort þeir verði hluti af dagskrá eins og undanfarin ár.
Ýmsar hugmyndir ræddar fyrir dagskrá, athuga með glímu, grillvagn og fl.
Verkefnastjóra falið að skoða dagssetningar út frá umræðum.
5. 1811013 - Merking eyðibýla
Minnisblað er lagt fyrir fundinn og nefndin ákveður að senda erindi til byggðarráðs um fjármögnun. Lagt er til sem upphæð í upphafi 500.000kr.- á næsta fjárhagsári.
6. 1811012 - Skólasaga Dalasýslu
Eitthvað af efni virðist vera til en verkefnið er stórt. Það þarf fræðimann í verkefnið. Nefndin leggur til að sótt verði um menningarstyrk í Uppbyggingasjóð Vesturlands fyrir verkefnið. Hlöðver mun hafa umsjón með utanumhaldi.
7. 2001035 - Skráing frásagna Dalamanna - umsókn um styrk í menningarsjóð Vesturlands
Formaður hefur sótt um styrk til verkefnisins. Verkefnið verður viðtöl við Dalamenn í samstarfi við fleiri m.a. Sögufélag Dalamanna. Er þetta hugsað sem munnlegar heimildir og söguskráning. Úthlutun hefur ekki farið fram.
Mál til kynningar
8. 1911012 - Verkefnisstjóri atvinnu- markaðs- og menningarmála
Jóhanna María Sigmundsdóttir verkefnisstjóri atvinnu- markaðs- og menningarmála hóf störf í byrjun janúar.
Kynnt nefnd.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:35 

Til bakaPrenta
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei