Til bakaPrenta
Menningarmálanefnd Dalabyggðar - 9

Haldinn á fjarfundi,
07.05.2020 og hófst hann kl. 14:00
Fundinn sátu: Þorgrímur Einar Guðbjartsson formaður,
Sigrún H. Sigurðardóttir aðalmaður,
Hlöðver Ingi Gunnarsson aðalmaður,
Jóhanna María Sigmundsdóttir Verkefnastjóri ,
Fundargerð ritaði: Jóhanna María Sigmundsdóttir, Verkefnastjóri atvinnu- kynningar- og menningarmála


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2001002 - Bæjarhátíð sumar 2020
Tilhögun og dagskrá bæjarhátíðar rædd
Rætt um að halda í bæjarhátíðina og reyna þá frekar að finna nýja leið í dagskrá.
Horfa til fleiri viðburða, fá hverfin með, eflaust hægt að finna upp nýja dagskrárliði.
Hugmyndir ræddar m.a. Brekkusöngur í staðin fyrir ball. Athuga með tónlistarmenn.
Vestfjarðavíkingurinn enn á dagskrá.
Þarf að skoða fyrirkomulag með sýningar á list- og handverki.
Verkefnastjóri vinnur áfram eftir hugmyndum fundarins.
2. 2003031 - Viðbrögð Dalabyggðar vegna heimsfaraldurs COVID-19
Rætt um tilhögun annarra viðburða í Dalabyggð vegna COVID-19.
Horfa þarf til tilmæla vegna COVID-19 við öll hátíðarhöld.
17.júní gæti verið með breyttu sniði, horfa frekar til dagskrár fyrir börn og streymi á efni í staðin.
Verkefnastjóri vinnur málið áfram.
3. 2005013 - Menningarviðburðir í Dalabyggð
Rætt um aðra menningarviðburði í Dalabyggð m.a. hugmynd um viðburðadagskrá í samstarfi við fyrirtæki á svæðinu.
Hugmyndir um að vera með fleiri viðburði á svæðinu, íbúar gætu boðið heim, hægt að vera með sýningar eða hvað sem fólki dettur í hug. Athuga þarf með áhuga bæði hjá íbúum og félögum sem starfa á svæðinu til að koma að verkefninu.
Formaður og verkefnastjóri kanna áhuga á verkefninu.
4. 1912011 - Byggðasafn Dalamanna - Staðarfell
Staðan á húsnæði að Staðarfelli fyrir Byggðarsafn rædd.
Menntamálaráðuneytið bíður skýrslu frá Dalabyggð um málið.
Engar breytingar í málinu frá síðasta fundi.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 14:45 

Til bakaPrenta
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei