Samhristingur ferðaþjóna - Haust 2024

19nóv18:00Samhristingur ferðaþjóna - Haust 2024

Nánari upplýsingar

Skráning á samhristing fer fram hér: Samhristingur ferðaþjóna 2024skráning er opin út 18. nóvember

Samhristingur ferðaþjóna verður haldinn þriðjudaginn 19. nóvember kl. 18-20 í „Gamla húsinu“ í Þurranesi í Saurbæ þar sem Jón Ingi og Linda taka á móti okkur í þetta sinn.

Við munum ræða sumarið; hvernig var nýting og gestkoma, einhverjar breytingar í aðsókn, var markaðssetning að skila sér, einhverjar nýjungar, hvað gekk vel og hvað hefði mátt fara betur?
Þá munum við einnig ræða segla/áfangastaði innan Dalabyggðar; hvaða staðir eru einkennandi fyrir Dalina, hvað eru ferðamenn að skoða?
Kaffi og léttar veitingar með því. Öll velkomin en við óskum eftir skráningu upp á að gera ráðstafanir með uppröðun og veitingar. 

Meira

Klukkan

19. Nóvember, 2024 18:00(GMT+00:00)

Staðsetning

Þurranes

Þurranes, Staðarhólsdal

Other Events

Get Directions