Allir þeir sem hafa í boði lögleg störf, innan þess svæðis að íbúar Dalabyggðar geti sótt þau, geta fengið atvinnuauglýsingar birtar hér endurgjaldslaust.
Laus störf við Auðarskóla
Auðarskóli leitar að metnaðarfullum, jákvæðum og skapandi starfsmönnum með þekkingu og áhuga á skólastarfi!
Auðarskóli er samrekinn leik-, grunn- og tónlistarskóli og er staðsettur í Búðardal sem er eini þéttbýliskjarni sveitarfélagsins. Á næsta skólaári verða 75 nemendur í 1.-10. bekk grunnskólans og um 22 börn í leikskólanum. Helmingur nemenda grunnskólans stundar einnig tónlistarnám. Einkunnarorð skólans eru: Ábyrgð-Ánægja-Árangur.
Starfsandinn í skólanum er góður og einkennist af samvinnu og samhjálp og því er leitað eftir starfsfólki sem hefur metnað til að taka þátt í þróun skólastarfs og vill vera virkur hluti liðsheildar.
Deildarstjóri grunnskóla 100% – 1 staða
Menntunar- og hæfniskröfur deildarstjóra í grunnskóla:
- Leyfisbréf til kennslustarfa í grunnskóla
- Leiðtogahæfileikar og áhugi á þróunarstarfi
- Skipulagshæfileika, jákvæðni og sveigjanleiki
- Reynsla af teymisvinnu og samvinnu
- Frumkvæði í starfi og faglegur metnaður
- Hæfni í mannlegum samskiptum
- Mjög góð íslensku- og tölvukunnátta
- Færni til að tjá sig í ræðu og riti
Aðstoðarleikskólastjóri 50%/Deildarstjóri leikskólans 50% – 1 staða
Menntunar- og hæfniskröfur:
- Leikskólakennaramenntun og leyfisbréf til kennslustarfa
- Leiðtogahæfileikar og áhugi á þróunarstarfi
- Reynsla af starfi og/eða stjórnun í leikskóla
- Skipulagshæfileika, jákvæðni og sveigjanleiki
- Frumkvæði í starfi og faglegur metnaður
- Hæfni í mannlegum samskiptum
- Mjög góð íslensku- og tölvukunnátta
- Færni til að tjá sig í ræðu og riti
Leikskólakennarar 100% – 4 stöður
Grunnskólakennarar – Umsjónarkennarar 80-100%
- Umjónarkennari – Yngsta stig 2 stöður
- Umsjónarkennari – Miðstig 2 stöður
- Umsjónarkennari – Elsta stig 1 staða
- Íþróttakennari – Tímabundið í 1 ár (starfslok 31.7.2024)
Sérkennari grunnskóla 80-100% – 1 staða
Menntunar- og hæfniskröfur kennara:
- Leyfisbréf til kennslustarfa
- Reynsla sem nýtist í starfi
- Frumkvæði, sjálfstæði og faglegur metnaður
- Lipurð og færni í samskiptum og samvinnu
- Jákvæðni og sveigjanleiki
- Stundvísi, reglusemi og skipulögð vinnubrögð
- Mjög góð íslenskukunnátta
Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands.
Þroskaþjálfi 100% – 1 staða
Menntunar- og hæfniskröfur þroskaþjálfa:
- Þroskaþjálfa eða sambærilega menntun
- Reynsla af starfi með nemendum með sérþarfir
- Frumkvæði, sjálfstæði og faglegur metnaður
- Lipurð og færni í samskiptum og samvinnu
- Jákvæðni og sveigjanleiki
- Stundvísi, reglusemi og skipulögð vinnubrögð
- Mjög góð íslenskukunnátta
Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Þroskaþjálfafélags Íslands.
Stuðningsfulltrúar grunnskóla 70-100% – 3 stöður
Menntunar- og hæfniskröfur stuðningsfulltrúa:
- Góð færni í samskiptum
- Frumkvæði, sjálfstæði og skipulögð vinnubrögð
- Áhugi á að vinna með börnum og metnaður til að þróa öflugt skólastarf
- Góð íslenskukunnátta
Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kjalar stéttarfélags starfsmanna í almannaþjónustu.
Skólaliðar grunnskóla 50-100% – 2 stöður
Menntunar- og hæfniskröfur skólaliða:
- Góð færni í samskiptum
- Frumkvæði, sjálfstæði og skipulögð vinnubrögð
- Áhugi á að vinna með börnum
- Reynsla af starfi í skóla æskileg
Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kjalar stéttarfélags starfsmanna í almannaþjónustu.
Fáist ekki menntaður kennari í stöðu sem auglýst er, er heimilt að ráða annan í stöðuna og ræður hæfni umsækjanda þar um. Önnur uppeldismenntun og/eða reynsla er þá metin. Ráðið verður í kennarastöður og þroskaþjálfastöðu frá 1. ágúst 2023. Ráðið verður í stöðu stuðningsfulltrúa og skólaliða frá 15. ágúst 2023.
Umsækjandi má hvorki hafa hlotið refsidóm vegna brota á ákvæðum XXII. kafla almennra hegningarlaga, nr. 19/1940 né hafa hlotið refsidóm fyrir brot gegn lögum um ávana- og fíkniefni, nr. 65/1974, á síðastliðnum fimm árum.
Umsóknarfrestur er til og með 17. júní 2023.
Nánari upplýsingar veitir Herdís Erna Gunnarsdóttir, skólastjóri, í síma 4304757. Senda má fyrirspurn á netfangið: herdis@audarskoli.is. Umsóknir á að senda á sama netfang.
Umsókn skal fylgja náms- og starfsferilskrá ásamt afriti af prófskírteinum og starfsleyfi ef við á. Umsókn skal einnig fylgja kynningarbréf.
Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.
Sett inn 12.05.2023
Starfsmaður á leikjanámskeið Undra
Íþróttafélagið Undri auglýsir eftir starfsmanni í 100% starf á leikjanámskeið í júní.
Starfið felur í sér skipulagningu og daglega umsjón námskeiðsins sem er fyrir börn fædd 2011-2016.
Hæfnikröfur:
– 18 ára aldurstakmark.
– Góð fyrirmynd, stundvísi og vinnusemi.
– Sjálfstæð vinnubrögð og góð samskiptahæfni.
– Frumkvæði og þolinmæði.
– Reynsla af störfum með börnum æskileg.
– Hreint sakavottorð.
– Góð íslensku kunnátta.
– Menntun á sviði íþrótta- og tómstunda er kostur.
Umsóknir skulu berast fyrir 17. maí n.k. á netfangið undri21@gmail.com
Sett inn 27.04.2023
Starfsfólk á Dalahótel Laugum
Laus störf í boði á Dalahótel Laugum frá maí 2023:
Herbergja- og almenn þrif.
Eldhússtarf.
Þjónusta í sal.
Starfsmaður í þvottahús.
Starfsmaður í sundlaug.
Starfsmaður á tjaldsvæði.
Áhugasamir eru beðnir að hafa samband við Karl á netfangið dalahotel@dalahotel.is
Sett inn 30.03.2023
Starfsfólk við leikskóladeild Auðarskóla
Auðarskóli Dalabyggð auglýsir eftir leikskólakennurum eða uppeldismenntuðu starfsfólki til starfa við leikskóladeild skólans.
Ef leikskólakennarar fást ekki til starfa kemur til greina að ráða einstaklinga með aðra uppeldismenntun eða starfsreynslu.
Um er að ræða 2 tímabundnar stöður í 100% starfshlutfall út maímánuð. Leitað er að einstaklingum sem eru jákvæðir, skapandi og vilja vera virkur hluti liðsheildar.
Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands. Starfið hentar öllum kynjum. Umsóknarfrestur er til 11. apríl.
Nánari upplýsingar veitir Herdís Erna Gunnarsdóttir, skólastjóri, í síma 4304757. Senda má fyrirspurn á netfangið: herdis@audarskoli.is.
Í umsókninni þurfa að vera ferilskrá og ábendingar um meðmælendur. Umsóknir á að senda á sama netfang.
Sett inn 28.03.2023
Störf í Strandabyggð
Strandabyggð auglýsir eftir umsækjendum fyrir afleysingar- og sumarstörf, athugið að sum störfin gætu hafist fljótlega. Í umsóknarskráningunni er einnig að finna umsókn um vinnuskóla fyrir ungt fólk 13-17 ára. Minnum á að umsóknarfrestur rennur út á miðnætti á mánudaginn 22.3.2023
Íþróttamiðstöð, tjaldsvæði, vinnuskóli og sumarnámskeið
-Umsjónaraðili með Íþróttamiðstöð- og tjaldsvæði, afleysing fyrir íþrótta- og tómstundafulltrúa v. sumarleyfis
-Íþróttamiðstöð og tjaldsvæði. Sumarstarfsmenn í sundlaug og tjaldsvæði. Starfsmenn þurfa að ná kröfum sundlaugarvarða og hafa náð 18 ára aldri. Nánari upplýsingar um starfið hér
-Sumarnámskeið – Umsjón með 2-3ja vikna námskeiði í júní, nánari lýsing hér
-Vinnuskóli og umhverfisfegrun – Umsjón með vinnuskóla, stærsti hluti starfs í júní, nánari upplýsingar hér
Eignasvið, áhaldahús og Sorpsamlag
-Áhaldahús. Um er að ræða almenn verkamannastörf í Áhaldahúsi við slátt og viðhald eigna. Nánari upplýsingar hér
-Höfn. hafnarvigtun og skráningu afla og fl. vigtarréttinda krafist, almenn verkamannastörf
-Sorpsamlag. Um er að ræða vinnu á sorpbíl og gámabíl meiraprófs krafist ásamt lyftararéttindum (vinnuvélaréttindi)
Velferðarþjónusta
-Umsjón starfsmanna í atvinnu með stuðningi. Um er að ræða 1 stöðugildi hjá Félagsþjónustu frá byrjun júní fram í miðjan ágúst
-Liðveisla barna. Hlutastarf hjá Félagsþjónustu, nánari upplýsingar hér
-Heimaþjónusta. Hlutastarf hjá Félagsþjónustu. Nánari upplýsingar hér
Fræðslustofnanir
-Leikskóli. Um er að ræða afleysingarstörf á leikskóla frá maí og fram ágúst. Leikskóli er lokaður 27.júní-8. ágúst
Stjórnsýsla
-Skrifstofa afleysing. Um er að ræða afleysingu á skrifstofu með möguleika á framlengingu starfs, æskilegt að starf hefjist sem fyrst. Hlutastarf
-Skjalavarsla átaksverkefni. Um er að ræða skönnun skjala frá stofnunum og vistun í skjalakerfi, sveigjanlegur vinnutími. Hlutastarf
Hægt er að sameina bæði störfin í eitt fullt starf eða sækja um minna hlutfall
Umsóknarfrestur er til miðnættis 28. mars 2023 og sótt er um (apply here) hér gegnum google forms eða á eyðublöðum sem finna má hér.
Sett inn 24.03.2023.
Hjúkrunarheimilið Fellsendi – starf í eldhúsi
Óskað eftir aðstoðarmanni í eldhúsið á Fellsenda.
Laun eru samkvæmt kjarasamningi samtökum fyrirtækja í atvinnurekstri og viðkomandi stéttarfélags. Starfið fellst í aðstoð við matreiðslu, uppvask og þrif. Starfið er 89% vinna, unnið þriðjudaga til föstudaga frá 8-16.
Möguleiki á minna starfshlutfalli eftir samkomulagi.
Fyrirspurnir og umsóknir sendist til Heiðrúnar Söndru á netfangið eldhus@fellsendi.is eða síma 772-0860.
Sett inn 10.03.2023
Félagsleg heimaþjónusta
Starfsmann vantar hjá félagsþjónustu Dalabyggðar við heimaþjónustu.
Í félagslegri heimaþjónustu er veitt aðstoð við þrif, heimilisstörf og/eða félagslegur stuðningur til að gera viðkomandi kleift að búa á eigin heimili við sem eðlilegastar aðstæður.
Umsækjandi þarf að vera stundvís, áreiðanlegur, heiðarlegur og hafa góða samskiptahæfileika. Allir eldri en 17 ára (með bílpróf) hvattir til að sækja um.
Frekari upplýsingar gefur Sigríður í síma 839 1400 á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 10–12.
Einnig er hægt að senda fyrirspurn á netfangið heima.tjonusta@dalir.is.
Laus störf í stuðningsþjónustu (liðveislu)
Félagsþjónustan auglýsir eftir einstaklingum til að starfa sem liðveitendur. Við leitum að einstaklingum sem náð hafa 18 ára aldri, óháð kyni.
Um er að ræða hlutastarf, oftast seinnipart dags og er því tilvalið sem aukastarf með námi eða öðru starfi. Laun eru samkvæmt kjarasamningi.
Félagsleg liðveisla er veitt fötluðum börnum frá 6 ára aldri, sem og fullorðnu fötluðu fólki. Félagsleg liðveisla hefur það markmið að rjúfa félagslega einangrun og styrkja fólk til þátttöku í menningar- og félagslífi.
Nánari upplýsingar veitir Sylvía Ósk Rodriguez, verkefnastjóri í málefnum fatlaðs fólks, í síma síma 433-7100 eða sylvia.rodriguez@borgarbyggd.is
Dalabyggð hlaut jafnlaunavottun í byrjun árs 2021. Vottunin staðfestir að sveitarfélagið hefur komið sér upp jafnlaunakerfi sem tryggir að jafnréttis sé gætt við allar launaákvarðanir og að allir starfsmenn njóti þannig jafnra launa og kjara fyrir sömu eða jafnverðmæt störf. Vottunin er hluti af jafnréttisáætlun Dalabyggðar og því einstaklega gleðilegt að Dalabyggð hafi hlotið þessa staðfestingu.