Sorphirðing
Grenndargámar fyrir almennt sorp verða fjarlægðir öðru hvoru megin við áramót.
Áður en það gerist verða tvær tunnur (240L hvor) keyrðar á hvert heimili í dreifbýli og verða þær tæmdar á fjögurra vikna fresti, fyrst í síðustu viku janúar.
Tunnum verður dreift milli 21. – 30. desember.
Endurvinnslustöðin
Hún er opin þriðjudaga og fimmtudaga frá 14 til 18 og á laugardögum frá 10 til 14
Auk þess geta íbúar komið með flokkað sorp á öllum tímum sólarhrings og losað í flokkunarkrær.
Athugið að ekki má setja frauðplast í flokkunarkrá fyrir plast né gler með niðursuðudósum.
Þessi endurvinnsluefni skal ekki láta í flokkunarkrána.
Rúlluplast
Íslenska Gámafélagið er viðurkenndur þjónustuaðili Úrvinnslusjóðs fyrir söfnun á heyrúlluplasti til endurvinnslu.
Rúlluplasti er safnað samkvæmt sorphirðudagatali hjá bændum.
Rotþróahreinsun
Í Dalabyggð eru rotþrær hreinsaðar á þriggja ára fresti.
Kostnaður við rotþróahreinsun er innheimtur með fasteignagjöldum.
Dalabyggð vill brýna fyrir fólki að hafa allt klárt fyrir rotþróahreinsun þegar að því kemur s.s. gæta að merkingum rotþróa t.d. með veifum og auðvelda aðgengi að rotþróm. Þá þarf að koma upplýsingum um hlið eða aðrar hindranir til Viðars í síma 894-0013 sem fyrst, eða hafa hlið opin á meðan á hreinsun stendur.
Hægt er að biðja um hreinsun utan áætlunar ef þörf er á. Athugið að hreinsanir sem eru utan þess svæðis sem er á áætlun viðkomandi árs geta haft í för aukakostnað fyrir eiganda.
Ef rotþróin er stífluð hafið samband við fagaðila (pípara) til að greina vandann sem er yfirleitt ekki út af því að rotþróin sé full.
Hreinsun næstu ára:
2021 – Laxárdalur, Saurbær og Skarðsströnd
2022 – Hvammssveit, Fellsströnd og Skógarströnd
2023 – Hörðudalur, Miðdalir og Haukadalur
Íbúar Dalabyggðar eru beðnir um að gæta að því lyf, plastúrgangur, blautþurrkur, eyrnapinnar og önnur skaðleg efni rati ekki í rotþrær.
Upplýsingar um fráveitumál, þar á meðal rotþrær og siturlagnir má nálgast á vef Umhverfisstofnunar eða með því að smella HÉR.
Ítarefni
-
- Íslenska Gámafélagið
- Frágangur spilliefna frá fyrirtækjum
- Spurt og svarað um flokkunarmál
- Moltugerð
- Terra – Vesturlandi
- Úrvinnslusjóður
- Lög nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir
- Lög nr. 55/2003 um meðhöndlun úrgangs
- Reglugerð 941/2002 um hollustuhætti
- Reglugerð nr. 737/2003 um meðhöndlun úrgangs