Umhverfi

Íslenska Gámafélagið sér um sorphirðu í Dalabyggð frá byrjun árs 2021. Sorphirðudagatal má nálgast hér: Sorphirðudagatal Dalabyggðar 2023
Sorphirðing
Frá áramótum og til apríl 2021 verður ein 240 lítra tunna fyrir almennt sorp á hverju heimili sem er tæmd á tveggja vikna fresti.
Grenndargámar fyrir almennt sorp verða fjarlægðir öðru hvoru megin við áramót.
Áður en það gerist verða tvær tunnur (240L hvor) keyrðar á hvert heimili í dreifbýli og verða þær tæmdar á fjögurra vikna fresti, fyrst í síðustu viku janúar.
Tunnum verður dreift milli 21. – 30. desember.
Í apríl byrjar svo nýtt þriggja tunnu kerfi, þ.e. gráa tunnan, græna tunnan og brúna tunnan.
Í Grænu tunnuna fara endurvinnanlegar umbúðir úr plasti, pappír, pappi og smáir málmhlutir. Til að hægt sé að endurvinna umbúðir þurfa þær að vera hreinar. Það er því mikilvægt að tæma og hreinsa matarleifar úr umbúðunum, annars eiga þær heima með almennu sorpi: Sjá nánar.
Í Brúnu tunnuna fer lífrænn eldhúsúrgangur sem fellur til í eldhúsum heimila og fyrirtækja. Nauðsynlegt er að setja lífrænan úrgang í maíspoka áður en hann er settur í tunnuna. Úr Brúnu tunnunni fer lífræni eldhúsúrgangurinn í jarðgerð og honum umbreytt í moltu sem t.d. er hægt að nýta í landgræðslu: Sjá nánar.
Endurvinnslustöðin
Endurvinnslustöð er í Búðardal.
Hún er opin þriðjudaga og fimmtudaga frá 14 til 18 og á laugardögum frá 10 til 14
Auk þess geta íbúar komið með flokkað sorp á öllum tímum sólarhrings og losað í flokkunarkrær.
Í flokkunarkrá er hægt að láta frá sér fernur, bylgjupappa, sléttan pappa, dagblöð, tímarit, annan pappír, málma, niðursuðudósir, rafhlöður, plastfilmu, plastpoka, plastbrúsa, aðrar plastumbúðir og kertavax.
Athugið að ekki má setja frauðplast í flokkunarkrá fyrir plast né gler með niðursuðudósum.
Annað endurvinnsluefni og úrgang, það er stærri hluti, spilliefni (önnur en rafhlöður), frauðplast, timbur, járn og gler þarf eftir sem áður að láta frá sér á opnunartíma flokkunarstöðvarinnar.
Þessi endurvinnsluefni skal ekki láta í flokkunarkrána.
Rúlluplast

Íslenska Gámafélagið er viðurkenndur þjónustuaðili Úrvinnslusjóðs fyrir söfnun á heyrúlluplasti til endurvinnslu.

Rúlluplasti er safnað samkvæmt sorphirðudagatali hjá bændum.

Opin brennsla úrgangs er óheimil þ.m.t. rúlluplasts. skv. lögum nr. 55/2003 um meðhöndlun úrgangs og skv. reglugerð nr. 737/2003.
Rotþróahreinsun

Í Dalabyggð eru rotþrær hreinsaðar á þriggja ára fresti.
Kostnaður við rotþróahreinsun er innheimtur með fasteignagjöldum.

Dalabyggð vill brýna fyrir fólki að hafa allt klárt fyrir rotþróahreinsun þegar að því kemur s.s. gæta að merkingum rotþróa t.d. með veifum og auðvelda aðgengi að rotþróm. Þá þarf að koma upplýsingum um hlið eða aðrar hindranir til Viðars í síma 894-0013 sem fyrst, eða hafa hlið opin á meðan á hreinsun stendur.

Hægt er að biðja um hreinsun utan áætlunar ef þörf er á. Athugið að hreinsanir sem eru utan þess svæðis sem er á áætlun viðkomandi árs geta haft í för aukakostnað fyrir eiganda.

Ef rotþróin er stífluð hafið samband við fagaðila (pípara) til að greina vandann sem er yfirleitt ekki út af því að rotþróin sé full.

Hreinsun næstu ára:
2021 – Laxárdalur, Saurbær og Skarðsströnd
2022 – Hvammssveit, Fellsströnd og Skógarströnd
2023 – Hörðudalur, Miðdalir og Haukadalur

Íbúar Dalabyggðar eru beðnir um að gæta að því lyf, plastúrgangur, blautþurrkur, eyrnapinnar og önnur skaðleg efni rati ekki í rotþrær.

Upplýsingar um fráveitumál, þar á meðal rotþrær og siturlagnir má nálgast á vef Umhverfisstofnunar eða með því að smella HÉR.

Ítarefni
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei