Pósthlaupið er 50 km utanvegahlaup frá Hrútafirði yfir í Búðardal (600 m hækkun, 2 ITRA-stig). Í boði er einnig að hlaupa hálfa leið um 26 km (1 ITRA-stig), 12 km leið eða síðasta spölinn í Búðardal 7 km. Hlaupið fer fram laugardaginn 26. júlí.
Leiðarlýsing
Pósthlaupið er um 50 km utanvegahlaup sem hefst við Bálkastaði í Hrútafirði. Hlaupin er gömul landpóstaleið yfir Haukadalsskarð vestur í Haukadal og sem leið liggur niður dalinn, meðfram Haukadalsvatni, niður á reiðstíg við Vestfjarðaveg ...