Sorphirða

Íslenska gámafélagið hefur samning um sorphirðu í Dalabyggð.

Sorphirðudagatal Dalabyggðar 2023
Flokkunarhandbók Dalabyggðar (útgefin 2021)
SORPHIRÐA FRÁ HEIMILUM

Í Dalabyggð er svo kallað þriggja tunnu kerfi og hafa öll heimili í sveitarfélaginu ílát fyrir endurvinnanlegt sorp, lífrænan úrgang og almennt sorp (óendurvinnanlegt).

Stærð íláta –
Í þéttbýli: 240 ltr tunna fyrir almennt sorp, 240 ltr tunna fyrir endurvinnanlegt, 140 ltr tunna fyrir lífrænan úrgang.
Í dreifbýli: 240 ltr tunna fyrir almennt sorp, 660 ltr kar fyrir endurvinnanlegt, 140 ltr tunna fyrir lífrænan úrgang.
Vilji íbúar fá auka ílát eða breyta stærðum, skal hafa samband við skrifstofu Dalabyggðar. Hægt er að sjá kostnað við auka ílát í gjaldskrá: Gjaldskrár

ENDURVINNSLUSTÖÐ:

Endurvinnslustöðin er opin á þriðjudögum og fimmtudögum frá kl.14-18 og á laugardögum frá 10-14.

Íbúar fá klippikort sem þeir geta nýtt fyrir gjaldskyldan úrgang.
Reglur um klippikort fyrir endurvinnslustöð í Dalabyggð

FRÍSTUNDAHÚS/SUMARHÚS:

Í Dalabyggð hafa eigendur frístundahúsa/sumarhúsa aðgengi að grenndarstöðvum sem eingöngu er ætlaður fyrir heimilissorp.

Á hverjum stað er að finna kör fyrir almennt sorp (óendurvinnanlegt), endurvinnanlegt sorp og lífrænan úrgang, sbr. flokkun frá heimilum. Festingar eru á lokum svo þau fjúki ekki upp. Mikilvægt er að þeim sé lokað aftur eftir losun!

Fleiri grenndarstöðvar verða til staðar yfir sumartímann. Kort yfir heilsárs-og sumarstöðvar má sjá á korti með því að smella hér: Grenndarstöðvar frístundahúsa í Dalabyggð

FYRIRTÆKI OG STOFNANIR:

Íslenska gámafélagið býður upp á þjónustu fyrir rekstraraðila á svæðinu. Hægt er að hafa samband við Íslenska gámafélagið fyrir frekari upplýsingar eða tilboð. Grenndarstöðvar eru ekki fyrir úrgang eða sorp frá fyrirtækjum eða aðilum sem ekki greiða sorphirðugjöld í Dalabyggð.

ANNAÐ:

Festingar og skýli –
Við bendum íbúum á að þeir bera ábyrgð á ílátunum sem eru við heimili til sorpsöfnunar og því er gott að athuga með sorptunnufestingar og/eða skýli sem má m.a. nálgast hjá eftirfarandi aðilum:
Steypustöðin
BM Vallá
Íslenska gámafélagið
Tunnukjammar.is
Límtré Vírnet
Terra

Við minnum á að sorptunnur þurfa að vera aðgengilegar (sem næst götu) og að fljótlegt sé að ná í þær og skila þeim aftur við sorphirðu. Gott er að hafa það í huga ef að íbúar ætla að útfæra festingar eða skýli sjálfir.

Hafi íbúar spurningar skal beina þeim til skrifstofu Dalabyggðar í síma: 430-4700 eða á kristjan@dalir.is

Sorphirðing

Sorphirðudagatal Dalabyggðar 2023

Endurvinnslustöðin
Rúlluplast

Bændur sem eiga Midi-gáma fyrir, geta áfram safnað rúlluplasti í þá og verða þeir tæmdir samkvæmt sorphirðudagatali.
Rúllunet- og bönd verða tekin með við losun á almennu tunnunni. Þau skulu vera í glærum handhægum pokum og vera hjá grátunnunni við hirðingu.

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei