Sorphirða

Íslenska gámafélagið hefur tekið við samningum um sorphirðu í Dalabyggð og mun innleiða nýtt kerfi á næstu mánuðum. Upplýsingar hérna verða uppfærðar í samræmi við það í framhaldinu.

Sorphirðudagatal í Dalabyggð – 2021
Flokkunarhandbók Dalabyggðar

Grenndarstöðvar frístundahúsa í Dalabyggð

Flokkunartafla fyrir græna tunnu
Flokkunartafla fyrir brúna tunnu

HÚS Í ÞÉTTBÝLI:

Í þéttbýlinu er núna ein 240 ltr grá tunna við hvert hús fyrir almennt sorp sem verður tæmd á tveggja vikna fresti eins og verið hefur.
Í apríl tekur við svo kallað þriggja tunnu kerfi, þá verður dreift í þéttbýlinu einni 240 ltr grænni tunnu fyrir endurvinnslu og 140 ltr fyrir lífrænan úrgang.

Sorphirðudagatal 2021

HEIMILI Í DREIFBÝLI:

Í dreifbýlinu eru núna tvær 240 ltr gráar tunnur við hvert heimili sem eru báðar ætlaðar fyrir almennt sorp, þær verða tæmdar á 4 vikna fresti. Endurvinnanlegu sorpi skal skila á endurvinnslustöð.
Önnur tunnan er ný og verður áfram, hin er gömul og verður fjarlægð þegar að þriggja tunnu kerfið verður innleitt í apríl. Þá kemur 140 ltr tunna fyrir lífrænan úrgang og 660 ltr kar fyrir endurvinnslu.

Sorphirðudagatal 2021

ENDURVINNSLUSTÖÐ:

Opnunartími hefur breyst aðeins og er endurvinnslustöðin nú opin á þriðjudögum og fimmtudögum frá kl.14-18 og á laugardögum frá 10-14.
Unnið er að nýrri gjaldskrá og stefnt að því að hún taki gildi 1. apríl 2021.

Gert er ráð fyrir að íbúar fái klippikort sem þeir geta nýtt fyrir gjaldskyldan úrgang.
Reglur um klippikort fyrir endurvinnslustöð í Dalabyggð

Á endurvinnslustöðinni er tekið á móti eftirfarandi flokkum úrgangs í gáma:

1) Almennur blandaður (óflokkaður) úrgangur
2) Endurvinnsluúrgangur, s. s. pappa, pappír og plast
3) Raf‐ og rafeindatæki, s. s. kælitæki, ísskápar, rafeindatæki, sjónvörp, skjáir
4) Spilliefni, s. s. olíuvörur, leysiefni, málning, rafgeymar, rafhlöður
5) Timbur ‐ ómeðhöndlað / hreint
6) Timbur ‐ meðhöndlað
7) Málmur, brotajárn
8) Steinefni, s. s. grjót, steypubrot, gler, postulín
9) Hjólbarðar
10) Heyrúlluplast
11) Ökutæki
12) Nytjahlutir
13) Fata‐ og klæðaefni

Móttaka á endurvinnanlegum úrgangi verður með sama hætti og græna tunnan sem mun koma á heimilin, þ.e. pappír og plast fer saman.
Bylgjupappi er flokkaður sér í endurvinnslustöð en verður tímabundið fluttur með öðrum endurvinnsluúrgangi suður.

Flokkunartafla fyrir græna tunnu

GJALDFRJÁLS ÚRGANGUR:

Það er ekki einfalt að gefa út tæmandi lista yfir hvað er gjaldfrjálst og hvað ekki þar sem sami hluturinn getur lent beggja vegna. Sem dæmi má nefna að olíumálning er gjaldfrí nema ef um er að ræða vöruafganga frá fyrirtæki.

En almennt má segja að þeir flokkar sem falla undir Úrvinnslusjóð eru gjaldfríir.

Í grunnin eru gjaldfrjálsir flokkar heimilisúrgangs eftirfarandi:

 • Raftæki – allar gerðir
 • Pappír
 • Plastumbúðir
 • Heyrúlluplast
 • Stórsekkir
 • Dekk
 • Rafgeymar
 • Rafhlöður
 • Spilliefni frá heimilum, s.s olíumálning, kítti og sparls (nema akríl kítti og sparsl) Vatnsmálng eða akríl málning ber ekki úrvinnslugjald og endar í urðun.
 • Ryðvarnarolía og smurfeiti
 • Úrgangsolía
 • Brotajárn
 • Pappírs og pappa umbúðir
SUMARHÚS:

Með breyttu fyrirkomulagi sorphirðu heimila í dreifbýli hafa frístundahús í héraðinu ekki lengur aðgang að grenndargámum til að losa sig við almennt sorp.
Nú eru komin kör við félagsheimili sveitarfélagsins og Vörðufellsrétt á Skógarströnd.

Neðangreindir staðir verða aðgengilegir allt árið og eru bara fyrir heimilisúrgang frá frístundahúsum í Dalabyggð:

 • Tjarnarlundur í Saurbæ, vestan við aðalinngang
 • Staðarfell á Fellsströnd, við aðalinngang
 • Árblik í Miðdölum, norðan við byggingu hjá timburpalli
 • Vörðufellsrétt á Skógarströnd, aðkoma vestan réttar

Grenndarstöðvar frístundahúsa í Dalabyggð

Á hverjum stað eru tvö stór kör sem bæði eru ætluð fyrir almennt sorp. Þau eru staðsett í sem mestu hvarfi frá þjóðvegi, en samt þannig að aðgengi að þeim sé gott. Framan af ári verða þau fest niður til bráðabirgða en verður komið fyrir í skýli í sumar ásamt ílátum sem bætast við fyrir endurvinnslu- og lífrænan úrgang, sbr. flokkun frá heimilum. Festingar eru beggja megin á loki svo þau fjúki ekki upp. Mikilvægt er að þeim sé lokað aftur eftir losun!

Fleiri grenndarstöðvar verða til staðar yfir sumartímann. Kort yfir heilsárs-og sumarstöðvar má sjá á korti með því að smella hér: Grenndarstöðvar frístundahúsa í Dalabyggð

FYRIRTÆKI OG STOFNANIR:

Íslenska gámafélagið býður upp á þjónustu fyrir rekstraraðila á svæðinu. Hægt er að hafa samband við Íslenska gámafélagið fyrir frekari upplýsingar eða tilboð.

ANNAÐ:

Stærð íláta –
Þegar dreifingu íláta í apríl er lokið verða því:
Í þéttbýli: 240 ltr tunna fyrir almennt sorp, 240 ltr tunna fyrir endurvinnanlegt, 140 ltr tunna fyrir lífrænan úrgang.
Í dreifbýli: 240 ltr tunna fyrir almennt sorp, 660 ltr kar fyrir endurvinnanlegt, 140 ltr tunna fyrir lífrænan úrgang.
Vilji íbúar fá auka ílát eða breyta stærðum, skal hafa samband við skrifstofu Dalabyggðar.

Stærð nýrra sorpíláta

Flokkunarhandbók –
Flokkunarhandbók er væntanleg þar sem m.a. er farið yfir endurvinnsluflokka, opnunartíma endurvinnslustöðvar, tilboð á sorptunnuskýlum og fleira nytsamlegt. Henni verður dreift á öll heimili í Dalabyggð.

Festingar og skýli –
Steypustöðin
hefur gefið íbúum Dalabyggðar tilboð í sorptunnuskýli. Fyrir upplýsingar um tilboð skal hafa samband í síma 440-0400 eða á steypustodin@steypustodin.is.
BM Vallá hefur gefið íbúum Dalabyggðar tilboð í sorptunnuskýli. Fyrir upplýsingar um tilboð skal hafa samband á sala@bmvalla.is eða í síma 412-5050.
Tunnukjammar veita íbúum Dalabyggðar 5% afslátt af vörum á heimasíðu með afsláttarkóðanum „Dalir2021“ út apríl 2021. Nánari upplýsingar á www.tunnukjammar.is

Þá bendum við íbúum einnig á einfaldar sorptunnufestingar sem má m.a. nálgast hér:
Íslenska gámafélagið
Tunnukjammar.is (fyrir tunnur og kör)
Límtré Vírnet
Terra
Terra (fyrir kör)

Við minnum á að sorptunnur þurfa að vera aðgengilegar (sem næst götu) og að fljótlegt sé að ná í þær og skila þeim aftur við sorphirðu. Gott er að hafa það í huga ef að íbúar ætla að útfæra festingar eða skýli sjálfir.

Nokkrar tegundir af tunnuskýlum

Hafi íbúar spurningar skal beina þeim til skrifstofu Dalabyggðar í síma: 430-4700 eða á kristjan@dalir.is

Sorphirðing

Sorphirðudagatal 2021

Endurvinnslustöðin
Rúlluplast

Bændur sem eiga Midi-gáma fyrir, geta áfram safnað rúlluplasti í þá og verða þeir tæmdir samkvæmt sorphirðudagatali.
Rúllunet- og bönd verða tekin með við losun á almennu tunnunni. Þau skulu vera í glærum handhægum pokum og vera hjá grátunnunni við hirðingu.

 • Var efni síðunnar hjálplegt?
 • Nei