Sorphirða

Íslenska gámafélagið hefur samning um sorphirðu í Dalabyggð.

Dagatal sorphirðu 2024
Flokkunarleiðbeiningar, október 2024

Kynningarfundur vegna breytinga á sorphirðu í Dalabúð 21. október kl. 17:30!
SORPHIRÐA FRÁ HEIMILUM

Í Dalabyggð hefur verið þriggja tunnu kerfi frá vorinu 2020 og hafa öll heimili í sveitarfélaginu ílát fyrir endurvinnanlegt sorp, lífrænan úrgang og almennt sorp (óendurvinnanlegt).

Í október er unnið að innleiðingu á breyttu tunnukerfi þar sem fjórða tunnaun bætist við. Við það er endurvinnslan aðgreind í plast annars vegar og pappír og pappa hins vegar. Lagt er upp með ákveðna samsetningu íláta í þéttbýli og dreifbýli (sjá meðfylgjandi töflu). Á bakhlið dreifibréfs sem sent hefur verið á öll heimili er umsóknareyðublað um breytingar út frá almennri samsetningu íláta. Sjá nánar í frétt: Breyting á sorphirðu – dreifing nýrra íláta

Dreifing íláta fer fram samhliða losun á græntunnu, 4. nóvember í Búðardal og sunnan við. Dreifing í vestursýslu fer fram 28. nóvember.

 

  • Almennur úrgangur fer til urðunar á Fíflholtum á Mýrum.
  • Gámafélagið flokkar endurvinnanlegan úrgang og kemur áfram til endurvinnslu hjá fyrirtækjum innan- og utanlands.
  • Gámafélagið moltar lífrænan úrgang sem er safnað í Dalabyggð.

Við minnum á að sorptunnur þurfa að vera aðgengilegar (sem næst götu) og að fljótlegt sé að ná í þær og skila þeim aftur við sorphirðu. Gott er að hafa það í huga ef að íbúar ætla að útfæra festingar eða skýli sjálfir. Ílátin eru í eigu sveitarfélagsins, en íbúar bera ábyrgð á að koma þeim fyrir og verja fyrir veðri og vindum.

FRÍSTUNDAHÚS/SUMARHÚS:

Í Dalabyggð hafa eigendur frístundahúsa/sumarhúsa aðgengi að grenndarstöðvum sem eingöngu er ætlaður fyrir heimilissorp.

Á hverjum stað er að finna kör fyrir almennt sorp (óendurvinnanlegt), endurvinnanlegt sorp og lífrænan úrgang, sbr. flokkun frá heimilum. Festingar eru á lokum svo þau fjúki ekki upp. Mikilvægt er að þeim sé lokað aftur eftir losun!

Fleiri grenndarstöðvar eru til staðar yfir sumartímann. Kort yfir heilsárs-og sumarstöðvar má sjá á korti með því að smella hér: Grenndarstöðvar frístundahúsa í Dalabyggð

FYRIRTÆKI OG STOFNANIR:

Íslenska gámafélagið býður upp á þjónustu fyrir rekstraraðila á svæðinu. Hægt er að hafa samband við Íslenska gámafélagið fyrir frekari upplýsingar eða tilboð. Grenndarstöðvar eru ekki fyrir úrgang eða sorp frá fyrirtækjum eða aðilum sem ekki greiða sorphirðugjöld í Dalabyggð.

TIMBUR- OG JÁRNGÁMAR:

Sveitarfélagið stendur fyrir söfnun brotajárns og á lituðu timbri í dreifbýli á sumrin. Fyrirkomulag hefur verið aðeins breytilegt og er auglýst á vorin.

Spurningum og ábendingum skal beina til skrifstofu Dalabyggðar í síma: 430-4700 eða á dalir@dalir.is

 

Tengt efni
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei