Rúlluplast

Íslenska Gámafélagið er viðurkenndur þjónustuaðili Úrvinnslusjóðs fyrir söfnun á heyrúlluplasti til endurvinnslu.
Góður frágangur og hreinleiki eru forsendur þess að hægt sé að endurvinna plastið.
Rúlluplasti er reglulega safnað hjá bændum en nákvæmar dagsetningar eru birtar í sorphirðudagatali sem má sjá hér:

Litaflokkun:
Mikilvægt er að halda svörtu plasti aðskildu frá öðrum litum.
Svarta filman hefur lægra endurvinnslugildi en aðrir litir og þarf því að fara sér til endurvinnslu.
Þrátt fyrir að allir aðrir litir megi fara saman þá er það góð regla að flokka plastið eftir litum ef því verður við komið því það getur aukið endurvinnslumöguleika plastsins.

Áburðarsekkir:
Gámafélagið tekur við stórsekkjum í sömu ferð rúlluplastið. Þeir skulu vera hreinir og settir í einn sekk með lokað fyrir (ekki stakir eða bundnir saman). Sekkirnir eru þannig auðveldlega greindir frá rúlluplastinu eftir losun. Ekki má skila rúlluplasti pökkuðu í stórsekki.

Frágangur:

  • Hrista hey og annað lauslegt úr plastinu.
  • Taka frá net og baggabönd og setja með almennu sorpi.
  • Hafa plastið hreint til að hægt sé að endurvinna það. Ef plastið er blautt og skítugt er æskilegt að þurrka plastið í 1-2 daga og hrista það síðan til að losa öll aðskotaefni af plastinu.
  • Þjappa plastinu saman í viðráðanlegar einingar/bagga (EKKI í stórsekki).
  • Geyma heyrúlluplastið á aðgengilegum stað fyrir starfsmann ÍGF þegar það er sótt. Mikilvægt að velja stað þar sem plastið helst hreint og þurrt.
  • Rúllunet- og bönd skal flokka frá og verða þau tekin með við losun á almennu tunnunni. Þau skulu vera í glærum handhægum pokum og vera hjá grátunnunni (almennt sorp) við hirðingu.

 

 

Óheimilt er að setja rúlluplast í sorpgáma á grenndarstöðvum sveitarfélagsins. Opin brennsla úrgangs er óheimil þ.m.t. rúlluplasts. skv. lögum nr. 55/2003 um meðhöndlun úrgangs og skv. reglugerð nr. 737/2003.
Ítarefni
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei