Rúlluplast

Rúlluplast

Rúlluplasti er reglulega safnað hjá bændum en nákvæmar dagsetningar eru birtar í sorphirðudagatali.

 

Frágangur:
Best er að ganga frá rúlluplasti um leið og það fellur til við gegningar og hrista úr því hey og önnur óhreinindi. Hreint landbúnaðarplast má vera laust eða baggað.
Það má ekki setja landbúnaðarplast inn í stórsekki.
Það er mjög áríðandi að plastið sé hreint og laust við aðskotahluti.

Söfnun:
Gott er að safna plastinu í ker eða grindur og vera búinn að leggja bönd undir. Fergja síðan plastið til að minnka rúmmálið sem mest. Þegar karið/grindin eru full er fargið fjarlægt, bundið yfir og baggi er tilbúinn.

Hirðing:
Plastinu er hlaðið í sérstakan söfnunarbíl sem pressar það saman. Í móttökustöðvum Gámaþjónustunnar ehf. er plastið flokkað frá og pressað í 4-500 kr. bagga og síðan flutt erlendis til endurvinnslu.

Stórsekkir:
Hafa skal stórsekkina eins hreina og unnt er, fjarlægja óhreinindi og leifar af áburði. Binda sekkina saman á eyrunum. Ekki þarf að fjarlægja plastpoka ef hann er til staðar innan í stórsekknum. Gámaþjónustan tekur stórsekki samhliða söfnun á rúlluplasti. Gámaþjónustan mælist til þess að bændur skili stórsekkjum í fyrstu söfnun síðsumars.

Óheimilt er að setja rúlluplast í sorpgáma á grenndarstöðvum sveitarfélagsins. Opin brennsla úrgangs er óheimil þ.m.t. rúlluplasts. skv. lögum nr. 55/2003 um meðhöndlun úrgangs og skv. reglugerð nr. 737/2003.
Ítarefni
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei