Íþróttir og tómstundir


Íþróttir og tómstundir í Dalabyggð

Í íþrótta- og tómstundabæklingi má finna allar upplýsingar er varða íþrótta- og tómstundastarf í Dalabyggð hverju sinni. Honum er ætlað það hlutverk að íbúar, foreldrar og börn hafi yfirsýn á framboði íþrótta og tómstunda í sveitarfélaginu. Einnig getur bæklingurinn nýst nýjum íbúum og þeim sem að málaflokknum standa í stjórnum og nefndum sveitarfélagsins.

Í bæklingnum má m.a. finna upplýsingar um félagsstarf Auðarskóla, Glímufélag Dalamanna, Skátafélagið Stíganda, Íþróttafélagið Undra, Unglingadeildina Óskar, líkamsræktarstöð Óla Pá, Sælingsdalslaug og tómstundastyrki svo eitthvað sé nefnt.

Hafi þið frekari spurningar má alltaf hafa samband við Jón Egil Jónsson, tómstundafulltrúa Dalabyggðar á netfangið tomstund@dalir.is

Bæklinginn nálgist þið með því að smella hér: Íþrótta- og tómstundabæklingur – haust 2021(pdf)

 

 

Sundlaugin Laugum opnunartímar

Mánudagar, kl. 17:00 – 21:00

Miðvikudagar, kl. 17:00 – 21:00

Annar hver laugardagur 10:30 – 16:00 (sjá hér: Sælingsdalslaug)

 

Annað

Umf. Ólafur pái rekur líkamsræktarstöð á Vesturbraut 8 í Búðardal. Upplýsingar gefur Jón Egill í síma 867 5604.

Hestamannafélagið Glaður er með mikið og sterkt starf,  reglulega eru haldin námskeið. Allar frekari upplýsingar á www.gladur.is

 

 

Yngsta stig (1.-4. bekkur)

Miðstig (5.-7. bekkur)

Unglingastig (8.-10. bekkur)

 

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei