Nýsköpunar- og frumkvöðlasetur Dalabyggðar

VERTU MEÐ Í AÐ SKAPA EITTHVAÐ FRÁBÆRT

Vantar þig aðstoð varðandi nýsköpun, rannsóknir, styrki eða vöruþróun?
Ef við erum ekki með lausnina þá hjálpum við þér við að finna hana eða sérfræðiaðstoð þér til aðstoðar!

nyskopunar

 

Nýsköpunar- og frumkvöðlasetur Dalabyggðar var opnað 30. mars 2022 og er að finna á 1. hæð Stjórnsýsluhússins að Miðbraut 11, 370 Búðardal.

Uppbygging setursins var m.a. styrkt af Uppbyggingarsjóði SSV og Nýsköpunarneti Vesturlands (NÝVEST).

Setrið er samstarfsverkefni Dalabyggðar við nokkur leiðandi fyrirtæki, stofnanir og samtök, þar má nefna Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi (SSV), verkfræðistofuna EFLU, Kaupfélag Borgfirðinga, Bændasamtök Íslands, Arion banka, Landbúnaðarháskóla Íslands, Háskólann á Bifröst og Símenntun á Vesturlandi.

Í setrinu er að finna samvinnurými þar sem hægt er að leigja borð, allt frá einum degi upp í fleiri mánuði. Setrið rúmar bæði smærri og stærri hugmyndir. Tilvalin aðstaða fyrir nýsköpunarhugmyndir, frumkvöðlastarfsemi, störf án staðsetningar og námsmenn!

Ef þú hefur spurningar, ekki hika við að hafa samband: Jóhanna María Sigmundsdóttir, verkefnastjóri hjá Dalabyggð – johanna@dalir.is

Gjaldskrá – almennt

1 dagur 3.500 kr.- pr. dag verð fyrir hvern stakan dag
1 vika 14.000 kr.- pr. 7 daga verð fyrir samfellda 7 daga
1 mánuður 25.000 kr.- pr. 1 mánuð verð fyrir samfelldan mánuð
Langtímaleiga 18.000 kr.- pr. 1 mánuð verð fyrir að lágmarki 2 samfellda mánuði

Innifalið í almennri leigu er aðgangur að setrinu, borðpláss, stóll, aðgangur að setustofu, internet tenging, aðgangur að kaffi- og vatnsvél ásamt möguleika á að bóka fundarsal með fjarfundabúnaði.
Bókun á fundarsal fer í gegnum skrifstofu Dalabyggðar á 2. hæð milli kl.9-13 á virkum dögum.

Gjaldskrá – nemendur

1 dagur 2.500 kr.- verð fyrir hvern stakan dag
1 vika 10.000 kr.- verð fyrir samfellda 7 daga
Próftaka Fer eftir gjaldskrá Símenntunar á Vesturlandi Sjá: www.simenntun.is

Innifalið í leigu nemenda er aðgangur að setrinu, borðpláss, stóll, aðgangur að setustofu, internet tenging og aðgangur að kaffi- og vatnsvél.

Notendur sem leigja lengur en einn dag fá afhentan lykil sem skráður er á viðkomandi. Ef lykill týnist í umsjón leigjanda verður 1500 kr.- bætt á reikning fyrir greiðslu á afnotum setursins.

Próftaka

Hægt er að taka próf á framhalds- og háskólastigi í Nýsköpunarsetri Dalabyggðar. Nemendur hafi samband við Símenntun á Vesturlandi  varðandi próftöku. Yfirseta prófa er á vegum Símenntunar og fer kostnaður eftir gjaldskrá þeirra. 

 

 

Nánar um þjónustu

Ráðgjafar og fulltrúar Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi (SSV) eru með viðveru í Nýsköpunarsetrinu – sjá dagskrá viðveru hér: Ráðgjafar SSV – viðvera í Dalabyggð

Þá bendum við einnig á hina fjölbreyttu og víðtæku þekkingu sem er að finna innan SSV, s.s. hjá atvinnuráðgjöfum, menningarfulltrúa og Markaðsstofu Vesturlands og hvetjum ykkur til að kynna ykkur þjónustu sem í boði er.

Þar að auki er hægt að panta tíma fyrir ráðgjöf, áætlanagerð, leiðsögn og fleira hjá ýmsum samstarfsaðilum setursins:

Ráðgjöf vegna fjarvinnu og ráðgjöf í bókhaldi frá Kaupfélagi Borgfirðinga.
Aðgangur að um 400 sérfræðingum hjá EFLU.
Ráðgjöf á sviði búrekstrar, loftslagsmála og markaðsmála hjá starfsmönnum Bændasamtaka Íslands.
Aðgangur að rannsóknaraðstöðu á Hvanneyri/Bifröst, námskeið um umsóknarskrif og samvinna um að koma á nýjum samstarfsverkefnum í héraði og fjármögnun þeirra hjá Landbúnaðarháskóla Íslands og Háskólanum á Bifröst.
Fræðsla og ráðgjöf frá fyrirtækjateymi Arion banka ehf.
Fræðsluráðgjöf fyrir fyrirtæki og stofnanir, náms- og starfsráðgjöf ásamt viðtalstímum fyrir notendur setursins sem eru í námi varðandi námstækni og ráðgjöf og fræðsla fyrir íbúa af erlendum uppruna frá Símenntun.

 

Héraðsbókasafn Dalasýslu er einnig á jarðhæð hússins, þar er hægt að nálgast almenna útlánaþjónustu og fá lánaðar bækur frá öðrum söfnum. Bókasafnið er einnig aðili að Rafbókasafni Íslands.
Opnunartími: Þriðjudagar og fimmtudagar frá kl. 12:30-17:30

Viltu vita meira um Dalabyggð? Kíktu á upplýsingar fyrir nýja íbúa: Fyrir nýja íbúa

 

Hér má sjá Stjórnsýsluhús Dalabyggðar að Miðbraut 11, 370 Búðardal. Nýsköpunar- og frumkvöðlasetur Dalabyggðar er á jarðhæð hússins, til vinstri þegar gengið er inn.

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei