Garðaúrgangur

Hægt er að losa sig við þrjár gerðir garðaúrgangs á stöðum sem eru opnir allan sólahringinn í Búðardal. Mikilvægt að ekkert rusl eða aðskotahlutir fylgi svo að hægt sé að nýta úrganginn til fyllinga, uppgræðslu eða annað.

Söfnunarsvæði gróðurúrgangs norðan skógræktarinnar norðan við þorpið (beygt niður rétt við ristahliðið).

  • Gras- og gróðurúrgangur (ekki jarðvegur)
  • Tré og greinaafklippur (ekki jarðvegur eða rótahnausar)

Hvor úrgangsflokkur er merktur með skiltum. Losa skal sem næst haug til að nýta sem best svæðið. Góð umgengni tryggir aðkomu annarra og mikilvægt að flokkarnir séu hreinir (grasi t.d. sturtað úr sekkjum/pokum o.s.frv.)

Söfnuarsvæði gróðurúrgangs. Skilti merkja staðsetningu hvors haugs fyrir sig.

Gróðursvæði

Afstaða og aðkoma að nýju söfnunarsvæði fyrir gróðurúrgang norðan Búðardals.

Jarðvegsuppgröft úr görðum skal losa á sama jarðvegstipp og annar uppgröftur fer vegna framkvæmda sveitarfélagsins og einkaaðila í þorpinu. Núna er það í nýja hljóðmön vestan við þjóðveginn sunnan við þorpið. Beygt af þjóðveginum rétt sunnan við hesthúsaafleggjarann. Eins og með annan lífrænan úrgang á enginn annar úrgangur fylgja (blómapottar, plast, timbur, steypa eða annað slíkt). Jarðvegin skal losa sem næst öðrum haugum eða fram af stalli sé hann aðgengilegur. Ekki er leyfilegt að losa úrganginn í akveg eða aðkomu. Athugið að staðurinn getur verið vinnusvæði stórra vinnuvéla og skal þá sýna aðgát. Fyrir stærri uppgraftrarverkefni er gott að hafa samband við starfsmenn sveitarfélagsins (Kristján eða Viðar) áður.

Jarðvegstippur fyrir uppgröft. Aðkoma getur verið breytileg eftir stöðu stærri uppgraftrarverkefna.

 

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei