Miðbraut 11, Búðardal
Sími: 430 4700
Netfang: safnamal @ dalir.is
Héraðsskjalavörður er Valdís Einarsdóttir
Héraðsskjalasafnið er opið eftir samkomulagi við héraðsskjalavörð.
Héraðsskjalasafn Dalasýslu var stofnað 1987 fyrir tilstuðlan Einars Kristjánssonar (1917-2015) fyrrverandi skólastjóra Laugaskóla.
Héraðsskjalasafn Dalasýslu er opinbert skjalasafn fyrir Dalabyggð og starfar eftir lögum nr. 77/2014 um opinber skjalasöfn.
Skilaskyld skjöl skal afhenda héraðsskjalasafni eigi síðar en þegar þau hafa náð 30 ára aldri. Miða skal við síðustu innfærslu í bók eða síðasta bréf afgreidds máls. Skilaskildir aðilar eru sveitarstjórnir, sýslunefnd, byggðasamlög, hreppstjórar og sóknarnefndir. Sama gildir um embætti, stofnanir og fyrirtæki á vegum þessara aðila. Ennfremur félög og samtök sem njóta verulegra styrkja af opinberu fé.
Safnið tekur einnig á móti skjölum og myndum frá einstaklingum, félögum og fyrirtækjum á starfsvæðinu. Safnið veitir almenningi aðgang að framangreindum skjölum nema á þeim hvíli leynd samkvæmt lögum eða sérstökum ákvæðum þar að lútandi.
Þeir sem eru með skilaskyld skjöl eða skjöl sem að þeirra mati eiga heima á Héraðsskjalasafninu eru beðnir að hafa samband við héraðsskjalavörð.