Þjónusta og starfsemi

Dalabyggð veitir íbúum sínum margskonar þjónustu. Bæði með eigin starfsemi og í samvinnu við önnur sveitarfélög.

Auðarskóli rekur leikskóla, grunnskóla og tónlistarskóla í Búðardal.

Félagsþjónusta er í samvinnu við Borgarbyggð.

Félagsheimili eru fjögur í sveitarfélaginu, Árblik í Miðdölum, Dalabúð í Búðardal, Staðarfell á Fellsströnd og Tjarnarlundur í Saurbæ.

Skrifstofur sveitarfélagsins eru í stjórnsýsluhúsinu, Miðbraut 11, Búðardal. Þar er einnig til húsa Héraðsbókasafn Dalasýslu, Héraðsskjalasafn Dalasýslu, viðvera félagsþjónustunnar og skrifstofa byggingafulltrúa.

Endurvinnslustöð og áhaldahús eru við Vesturbraut í Búðardal.

Höfn er í Skarðsstöð á Skarðsströnd og smábátahöfn í Búðardal.

Sveitarfélagið á Eiríksstaði í Haukdal og Leifsbúð í Búðardal, en reksturinn er leigður út.

Auk starfsemi sveitarfélagsins er margs konar önnur þjónusta í boði fyrir íbúa sveitarfélagsins. Í sveitarfélaginu eru m.a. heilsugæsla, tannlæknaþjónusta, verslun, veitingasala, banki, vínbúð, flutninga- og bifreiðaþjónusta, rafvirki, blómabúð, líkamsræktaraðstaða og margt fleira.

Skrifstofa Dalabyggðar

Fyrir frekari upplýsingar má hafa samband á dalir@dalir.is eða í síma 430-4700.

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei