Sturluhátíð 2025

12júl14:0017:00Sturluhátíð 2025

Nánari upplýsingar

Hin árlega Sturluhátíð verður haldin á Staðarhóli og félagsheimilinu Tjarnarlundi laugardaginn 12. júlí nk.

Hátíðin hefst um kl. 14 á Staðarhóli, jörð Sturlu Þórðarsonar, með því að síðasta söguskiltið verður afhjúpað. Gengið verður um Staðarhólinn ásamt fróðu fólki um söguna, og litast um nágrennið frá sjónarhóli sagnaritarans mikla.

Að því búnu verður haldið að félagsheimilinu Tjarnarlundi, sem er í næsta nágrenni og þar hefst hin hefðbundna dagskrá, svo sem hér segir:

  • Satt og logið í sögunni.
    Nokkur orð um sannleiksgildi bókmennta og fræða frá sjónarhóli sagnfræðings sem vill ekki skálda.
    – Guðni Th. Jóhannesson, prófessor og fyrrverandi forseti Íslands.
  • Sturla sem höfundur Íslendingasagna.
    Stílmælingar á Íslendinga sögu og útvöldum Íslendingasögum.
    – Elín Bára Magnúsdóttir, sjálfstætt starfandi fræðimaður
  • „Með orðum sjálfs meistarans“
    – Einar Kárason rithöfundur les valda búta úr verkum Sturlu.
  • Tónlistaratriði á þjóðlegum nótum.
    – Jóhanna Þórhallsdóttir söngkona flytur við píanóundirleik Arnhildar Valgarðsdóttur.

Aðgangur er ókeypis eins og jafnan áður. Við látum liggja frammi lista ef einhverjir vilja skrá sig í félagið okkar. Árgjaldi ætíð í miklu hófi stillt. Þá bjóðum við upp á kaffiveitingar að vanda.

– Sturlufélagið.

Meira

Klukkan

12. Júlí, 2025 14:00 - 17:00(GMT+00:00)

Staðsetning

Tjarnarlundur

Kirkjuhóll

Other Events

Skipuleggjandi

Sturlufélagið

Tilgangur félagsins er að halda á lofti nafni Sturlu Þórðarsonar sagnaritara á Staðarhóli og að heiðra á allan hátt framlag hans til íslenskrar menningar. Félagið hefur samstarf við aðra aðila sem á einhvern hátt tengjast eða geta tengst verkum Sturlu Þórðarsonar. Tilgangi sínum hyggst félagið ná með fundum, útgáfustarfsemi, sýningum og öðrum þeim hætti sem er talinn heppilegur til að stuðla að markmiðum félagsins. Þá mun félagið stuðla að stofnun, opnun og starfrækslu minningarreits um Sturlu Þórðarson að Staðarhóli í Dalabyggð.

Learn More

Get Directions