Flokkun og endurnýting á sorpi
Opnunartímar söfnunarstöðvar:
þriðjudagar | 14 | – | 18 |
fimmtudagar | 14 | – | 18 |
laugardagar | 10 | – | 14 |
* Lokað á stórhátíðardögum *
Gjaldskrár Dalabyggðar
Reglur um klippikort fyrir söfnunarstöð í Dalabyggð
Á söfnunarstöðinni er tekið á móti eftirfarandi flokkum úrgangs í gáma:
1) Almennur blandaður (óflokkaður) úrgangur
2) Endurvinnsluúrgangur, s. s. pappa, pappír og plast
3) Raf‐ og rafeindatæki, s. s. kælitæki, ísskápar, rafeindatæki, sjónvörp, skjáir
4) Spilliefni, s. s. olíuvörur, leysiefni, málning, rafgeymar, rafhlöður
5) Timbur ‐ ómeðhöndlað / hreint
6) Timbur ‐ meðhöndlað
7) Málmur, brotajárn
8) Steinefni, s. s. grjót, steypubrot, gler, postulín
9) Hjólbarðar
10) Heyrúlluplast
11) Ökutæki
12) Nytjahlutir
13) Fata‐ og klæðaefni
Lúgur/grenndarstöð, aðgengilegar allan sólahringinn:
Það er ekki einfalt að gefa út tæmandi lista yfir hvað er gjaldfrjálst og hvað ekki þar sem sami hluturinn getur lent beggja vegna. Sem dæmi má nefna að olíumálning er gjaldfrí nema ef um er að ræða vöruafganga frá fyrirtæki.
En almennt má segja að þeir flokkar sem falla undir Úrvinnslusjóð eru gjaldfríir.
Í grunnin eru gjaldfrjálsir flokkar heimilisúrgangs eftirfarandi:
- Raftæki – allar gerðir
- Pappír
- Plastumbúðir
- Heyrúlluplast
- Stórsekkir
- Dekk
- Rafgeymar
- Rafhlöður
- Spilliefni frá heimilum, s.s olíumálning, kítti og sparls (nema akríl kítti og sparsl) Vatnsmálng eða akríl málning ber ekki úrvinnslugjald og endar í urðun.
- Ryðvarnarolía og smurfeiti
- Úrgangsolía
- Brotajárn
- Pappírs og pappa umbúðir