Flokkun og endurnýting á sorpi
Mælt er með flokka úrganginn eins mikið og mögulegt er við komu á móttökustöðina til að lágmarka förgunarkostnaðinn.
Opnunartímar endurvinnslustöðvarinnar
þriðjudagar | 14 | – | 18 |
fimmtudagar | 14 | – | 18 |
laugardagar | 10 | – | 14 |
* Lokað á stórhátíðardögum *
Gjaldskrár Dalabyggðar
Reglur um klippikort fyrir endurvinnslustöð í Dalabyggð
Á endurvinnslustöðinni er tekið á móti eftirfarandi flokkum úrgangs í gáma:
1) Almennur blandaður (óflokkaður) úrgangur
2) Endurvinnsluúrgangur, s. s. pappa, pappír og plast
3) Raf‐ og rafeindatæki, s. s. kælitæki, ísskápar, rafeindatæki, sjónvörp, skjáir
4) Spilliefni, s. s. olíuvörur, leysiefni, málning, rafgeymar, rafhlöður
5) Timbur ‐ ómeðhöndlað / hreint
6) Timbur ‐ meðhöndlað
7) Málmur, brotajárn
8) Steinefni, s. s. grjót, steypubrot, gler, postulín
9) Hjólbarðar
10) Heyrúlluplast
11) Ökutæki
12) Nytjahlutir
13) Fata‐ og klæðaefni
Lúgur, aðgengilegar allan sólahringinn:
Það er ekki einfalt að gefa út tæmandi lista yfir hvað er gjaldfrjálst og hvað ekki þar sem sami hluturinn getur lent beggja vegna. Sem dæmi má nefna að olíumálning er gjaldfrí nema ef um er að ræða vöruafganga frá fyrirtæki.
En almennt má segja að þeir flokkar sem falla undir Úrvinnslusjóð eru gjaldfríir.
Í grunnin eru gjaldfrjálsir flokkar heimilisúrgangs eftirfarandi:
- Raftæki – allar gerðir
- Pappír
- Plastumbúðir
- Heyrúlluplast
- Stórsekkir
- Dekk
- Rafgeymar
- Rafhlöður
- Spilliefni frá heimilum, s.s olíumálning, kítti og sparls (nema akríl kítti og sparsl) Vatnsmálng eða akríl málning ber ekki úrvinnslugjald og endar í urðun.
- Ryðvarnarolía og smurfeiti
- Úrgangsolía
- Brotajárn
- Pappírs og pappa umbúðir
Íslenska Gámafélagið sér um sorphirðu í Dalabyggð:
Við köllum lausnina okkar þriggja tunnu kerfi en þessi lausn hefur reynst afar vel allt frá því 2008 þegar Stykkishólmur, fyrst sveitarfélaga á Íslandi, tók ákvörðun um að allir íbúar myndu flokka heimilissorpið sitt. Síðan þá hafa fjölmörg sveitarfélög bæst í hópinn og þannig náð að uppfylla þær kröfur sem gerðar eru til sveitarfélaga um minnkun á sorpi sem fer til urðunar.
Þriggja tunnu kerfið samanstendur af:
- Grænni tunnu þar sem má setja allan pappír, bylgjupappa, plast og minni málmhluti s.s. niðursuðudósir, lok o.fl.
- Brúnni tunnu sem tekur við öllu lífrænu sorpi
- Grárri tunnu sem tekur við óendurvinnanlegu sorpi.
Reynsla frá þeim sveitarfélögum sem notast við þriggja tunnu kerfi Íslenska Gámafélagsins hefur sýnt að urðun úrgangs hefur dregist saman frá fyrsta mánuði. Eftir tvo til þrjá mánuði er flokkunarhlutfallið ávallt komið í 55-65%. Í janúar árið 2008 tók Stykkishólmur, fyrst sveitarfélaga, af skarið þar sem allir íbúar hófu að flokka eftir kerfi Íslenska Gámafélagsins. Flokkunarhlutfallið í Stykkishólmi var 67% strax á fyrsta ári sem þýðir að 67% af heimilisúrgangi sveitarfélagsins fór í endurvinnslu en einungis 33% fór til urðunar. Í kjölfarið fylgdi fyrsta dreifbýlið á landinu, Flóahreppur svo og Skaftárhreppur stuttu síðar.
Flokkunartafla fyrir græna tunnu