Söfnunarstöð í Búðardal

Söfnunarstöðin í Búðardal er staðsett að Vesturbraut 22, 370 Búðardal og hefur verið starfrækt frá 23. september 2010.
Opnunartímar söfnunarstöðvar:
þriðjudagar 14 18
fimmtudagar 14 18
laugardagar 10 14

*   Lokað á stórhátíðardögum   *

 

Á stöðinni er tekið á móti endurvinnanlegum úrgangi, byggingarúrgangi, spilliefnum, ökutækjum o.fl. Mælt er með flokka úrganginn eins mikið og mögulegt er við komu á móttökustöðina til að lágmarka kostnað, flýta fyrir losun á svæði og dragar úr umhverfisáhrifum. Úrgangur er ýmist gjaldskyldur eða gjaldfrjáls og almennt má segja að þeir flokkar sem falla undir Úrvinnslusjóð eru gjaldfríir.
.
Í stað klippikorta er nú innheimt eftir magni fyrir gjaldskyldan úrgang við hverja losun. Greitt er 5.200 kr. fyrir hvern rúmmetra (m3). Starfsmaður stöðvar magntekur úrgang sem hleypur á 0,25 m³ og er greitt fyrir þann úrgang á staðnum með posa (ekki tekið við reiðuféi). Ekki er innheimt fyrir úrgang undir 0,25 m³ (samsvarar venjulegri heimilistunnu eða 1,5 ruslapoka).
Við komu á söfnunarstöð skal tala við starfsmann áður en losun hefst.
Áfram verður þó hægt að nota „AUKAKORT“-klippikortin, þar sem greitt hefur verið sérstaklega fyrir þá rúmmetra. Fyrirtæki og rekstraraðilar geta fengið „AUKAKORT“ (til 2 m³ og 4 m³) á opnunartíma á skrifstofu. Viðkomandi fá sendan reikning þar sem innheimt er fyrir fjölda rúmmetra samkvæmt gildandi gjaldskrá.
.
Við heimsókn á gámastöðina skal úrgangurinn vera vel flokkaður. Ef ekki er flokkað og erfitt að sjá hverju er verið að henda, t.d. ef rusl er í svörtum ruslapokum, þá verður innheimt fyrir öllum úrganginum.

Gjaldskrár Dalabyggðar

Tekið á móti eftirfarandi flokkum úrgangs (gjaldfrjáls/gjaldskyldur):

 1. Endurvinnsluúrgangur, s. s. pappa, pappír og plast
 2. Raf‐ og rafeindatæki, s. s. kælitæki, ísskápar, rafeindatæki, sjónvörp, skjáir, kaplar, perur…
 3. Spilliefni, s. s. olíuvörur, leysiefni, málning, rafgeymar, rafhlöður
 4. Timbur (hreint/ómeðhöndlað)
 5. Timbur (litað/meðhöndlað) og grófur blandaður úrgangur
 6. Málmur, brotajárn (niðursuðudósir í sér ílát)
 7. Steinefni, s. s. grjót, steypubrot, gler, postulín, gifs… (glerumbúðir í sér ílát)
 8. Hjólbarðar
 9. Heyrúlluplast
 10. Ökutæki
 11. Nytjahlutir
 12. Fata‐ og klæðaefni
 13. Almennur blandaður (óflokkaður) úrgangur

 

Lúgur/grenndarstöð, aðgengilegar allan sólahringinn:

Lúgur á flokkunarkró við söfnunarstöði í Búðardal.

Ítarefni:

 • Var efni síðunnar hjálplegt?
 • Nei