Eiríksstaðir

Heimili Eiríks rauða og Leifs heppna var að Eiríksstöðum í Haukadal í Dalasýslu, langt frá ys og þys Evrópu. Þar við langeldinn hófst spennandi kafli mannkynssögunnar; fundur Grænlands og uppgötvun Norður Ameríku.

Sjá nánar á www.eiriksstadir.is

Leiðsögumenn í hefðbundum víkingaklæðum taka vel á móti gestum. Þeir þekkja vel sögu bæjarins, ábúendur og víkingaöldina.

Dagleg sumaropnun er milli 1. maí og 30. september. Leiðsögn fer fram allan daginn á um hálftíma fresti.
Hægt er að bóka heimsóknir fyrir hópa á Eiríksstaði utan háannatíma.

Vinsamlegast hafið beint samband til að ganga frá bókunum.
Sími: 899-7111 og netfang: eiriksstadir@eiriksstadir.is.

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei