Félag eldri borgara í Dölum og Reykhólahreppi
Haust og fram að áramótum 2022
Félag eldri borgara í Dalabyggð og Reykhólahreppi stendur fyrir fjölbreyttu félagsstarfi í þessum tveimur sveitarfélögum.
Nýir félagar velkomnir!
Dagskrá Félags eldri borgara er aðeins gefin út til áramóta vegna fyrirhugaðs samstarfs við Reykhóla og Hólmavík.
Þá yrði akstur milli staða annan hvern fimmtudag, og lítið gagn að setja upp skipulag fyrir allan veturinn, ef það á allt eftir að breytast.
Það mun koma annar bæklingur í janúar 2023.
Við höfum því miður ekki aðgang að rútu, svo það þarf að sameina í einkabíla á viðburði, allavegana fram að áramótum.
Hægt að hafa samband við tómstundafulltrúa ef fólk vill fá far: Jón Egill 867-5604
Mánudagar
Gönguhópurinn Stormur gengur rösklega frá Rauða kross húsinu (vesturbraut 12) á mánudögum kl. 10:30. Gangan endar svo á kaffi og spjalli við heimilisfólkið á Silfurtúni.
Miðvikudagur
Lína er með líkamsrækt fyrir 60+ upp í Óla Pá ræktinni (vesturbraut 8) frá kl.11:00 – 12:00.
Fimmtudagar
10.nóv. Bingó á Silfurtúni kl. 13:30.
17.nóv. Félagsvist í Tjarnarlundi kl. 13:30.
24.nóv. Spurningakeppni í Rauða kross húsinu kl. 13:00.
8.des. Bingó í Barmahlíð kl. 13:30.
15.des. Jólagleði, söngur og súkkulaði í Tjarnarlundi kl. 13:30.
Föstudagar
Gönguhópurinn Stormur gengur rösklega frá Rauða kross húsinu (vesturbraut 12) á föstudögum kl. 10:30. Gangan endar svo á kaffi í Rauða kross húsinu.
Kaffiveitingar verða í boði félagsins alla dagana.
Þann dag sem þorrablót er á Silfurtúni mun dagskrá á vegum Félags eldri borgara falla niður.
Athugið að öll dagskrá hér er birt með fyrirvara um breytingar.